Höfðu verið föst á ísnum í heila viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2015 18:14 Sigurður Pétursson vísir/reynir traustason Sigurður Pétursson, sambýliskona hans, Anna Manikutdlak, þriggja ára dóttir þeirra, Sunna, og systir Önnu höfðu verið föst í bát sínum á ís undan austurströnd Grænlands í viku þegar gat kom á bátinn í gær og hann fylltist af sjó. Þau sluppu öll ómeidd en biðu í fjóra tíma í björgunarbát áður en þeim var bjargað með þyrlu sem flutti þau til Kulusuuk. Sigurður og fjölskylda voru á leiðinni frá Bolungarvík til Tasilaaq en báturinn hafði verið í slipp í Bolungarvík. „Vanalega tekur siglingin frá Bolungarvík til Tasilaaq tvo sólarhringa en við vorum búin að vera á ferðinni í níu daga því við festumst þarna á ísnum í viku. Við vorum á kafi í ís en það var farið að blása mikið og mikill sjógangur. Ísinn hefur því bara barið gat á bátinn,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Eftir að gat kom á bátinn í gær tókst Sigurði að koma bátnum út á haf en þá var hann orðinn hálffullur af sjó. Fjölskyldan komst um borð í björgunarbát og segir Sigurður að þá hafi ekki verið nein stórhætta á ferðum. Aðspurður hvernig litlu dóttur hans hafi liðið segir hann að hún hafi staðið sig „eins og sleggja,“ enda hafi hún kannski ekki alveg gert sér grein fyrir hvað var að gerast. Hvergi betra að vera en í bátnum Sigurður telur að báturinn sé á floti ennþá en allt sé væntanlega ónýtt í honum og ekki hægt að komast að honum eins og stendur. „Þetta er mikið tjón því mest af mínum eigum hef ég í bátnum. Ég er meira og minna alltaf í bátnum og lifi af honum, sigli með ferðamenn og rannsóknarhópa,“ segir Sigurður. Hann segir að um stóran og góðan bát hafi verið að ræða og það hafi farið vel um fjölskylduna í bátnum þessa viku sem þau voru föst á ísnum. „Meðan það var ekki mikil hreyfing í ísnum þá var þetta bara eins og á hóteli. Það fer hvergi betur um mann en í honum þó maður sé fastur í ís.“ Tengdar fréttir Ísmanninum og fjölskyldu hans bjargað eftir að bátur þeirra sökk Var á leið frá Bolungarvík til Grænlands. 14. júlí 2015 15:57 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Sigurður Pétursson, sambýliskona hans, Anna Manikutdlak, þriggja ára dóttir þeirra, Sunna, og systir Önnu höfðu verið föst í bát sínum á ís undan austurströnd Grænlands í viku þegar gat kom á bátinn í gær og hann fylltist af sjó. Þau sluppu öll ómeidd en biðu í fjóra tíma í björgunarbát áður en þeim var bjargað með þyrlu sem flutti þau til Kulusuuk. Sigurður og fjölskylda voru á leiðinni frá Bolungarvík til Tasilaaq en báturinn hafði verið í slipp í Bolungarvík. „Vanalega tekur siglingin frá Bolungarvík til Tasilaaq tvo sólarhringa en við vorum búin að vera á ferðinni í níu daga því við festumst þarna á ísnum í viku. Við vorum á kafi í ís en það var farið að blása mikið og mikill sjógangur. Ísinn hefur því bara barið gat á bátinn,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Eftir að gat kom á bátinn í gær tókst Sigurði að koma bátnum út á haf en þá var hann orðinn hálffullur af sjó. Fjölskyldan komst um borð í björgunarbát og segir Sigurður að þá hafi ekki verið nein stórhætta á ferðum. Aðspurður hvernig litlu dóttur hans hafi liðið segir hann að hún hafi staðið sig „eins og sleggja,“ enda hafi hún kannski ekki alveg gert sér grein fyrir hvað var að gerast. Hvergi betra að vera en í bátnum Sigurður telur að báturinn sé á floti ennþá en allt sé væntanlega ónýtt í honum og ekki hægt að komast að honum eins og stendur. „Þetta er mikið tjón því mest af mínum eigum hef ég í bátnum. Ég er meira og minna alltaf í bátnum og lifi af honum, sigli með ferðamenn og rannsóknarhópa,“ segir Sigurður. Hann segir að um stóran og góðan bát hafi verið að ræða og það hafi farið vel um fjölskylduna í bátnum þessa viku sem þau voru föst á ísnum. „Meðan það var ekki mikil hreyfing í ísnum þá var þetta bara eins og á hóteli. Það fer hvergi betur um mann en í honum þó maður sé fastur í ís.“
Tengdar fréttir Ísmanninum og fjölskyldu hans bjargað eftir að bátur þeirra sökk Var á leið frá Bolungarvík til Grænlands. 14. júlí 2015 15:57 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Ísmanninum og fjölskyldu hans bjargað eftir að bátur þeirra sökk Var á leið frá Bolungarvík til Grænlands. 14. júlí 2015 15:57