Höfðu verið föst á ísnum í heila viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2015 18:14 Sigurður Pétursson vísir/reynir traustason Sigurður Pétursson, sambýliskona hans, Anna Manikutdlak, þriggja ára dóttir þeirra, Sunna, og systir Önnu höfðu verið föst í bát sínum á ís undan austurströnd Grænlands í viku þegar gat kom á bátinn í gær og hann fylltist af sjó. Þau sluppu öll ómeidd en biðu í fjóra tíma í björgunarbát áður en þeim var bjargað með þyrlu sem flutti þau til Kulusuuk. Sigurður og fjölskylda voru á leiðinni frá Bolungarvík til Tasilaaq en báturinn hafði verið í slipp í Bolungarvík. „Vanalega tekur siglingin frá Bolungarvík til Tasilaaq tvo sólarhringa en við vorum búin að vera á ferðinni í níu daga því við festumst þarna á ísnum í viku. Við vorum á kafi í ís en það var farið að blása mikið og mikill sjógangur. Ísinn hefur því bara barið gat á bátinn,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Eftir að gat kom á bátinn í gær tókst Sigurði að koma bátnum út á haf en þá var hann orðinn hálffullur af sjó. Fjölskyldan komst um borð í björgunarbát og segir Sigurður að þá hafi ekki verið nein stórhætta á ferðum. Aðspurður hvernig litlu dóttur hans hafi liðið segir hann að hún hafi staðið sig „eins og sleggja,“ enda hafi hún kannski ekki alveg gert sér grein fyrir hvað var að gerast. Hvergi betra að vera en í bátnum Sigurður telur að báturinn sé á floti ennþá en allt sé væntanlega ónýtt í honum og ekki hægt að komast að honum eins og stendur. „Þetta er mikið tjón því mest af mínum eigum hef ég í bátnum. Ég er meira og minna alltaf í bátnum og lifi af honum, sigli með ferðamenn og rannsóknarhópa,“ segir Sigurður. Hann segir að um stóran og góðan bát hafi verið að ræða og það hafi farið vel um fjölskylduna í bátnum þessa viku sem þau voru föst á ísnum. „Meðan það var ekki mikil hreyfing í ísnum þá var þetta bara eins og á hóteli. Það fer hvergi betur um mann en í honum þó maður sé fastur í ís.“ Tengdar fréttir Ísmanninum og fjölskyldu hans bjargað eftir að bátur þeirra sökk Var á leið frá Bolungarvík til Grænlands. 14. júlí 2015 15:57 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Sigurður Pétursson, sambýliskona hans, Anna Manikutdlak, þriggja ára dóttir þeirra, Sunna, og systir Önnu höfðu verið föst í bát sínum á ís undan austurströnd Grænlands í viku þegar gat kom á bátinn í gær og hann fylltist af sjó. Þau sluppu öll ómeidd en biðu í fjóra tíma í björgunarbát áður en þeim var bjargað með þyrlu sem flutti þau til Kulusuuk. Sigurður og fjölskylda voru á leiðinni frá Bolungarvík til Tasilaaq en báturinn hafði verið í slipp í Bolungarvík. „Vanalega tekur siglingin frá Bolungarvík til Tasilaaq tvo sólarhringa en við vorum búin að vera á ferðinni í níu daga því við festumst þarna á ísnum í viku. Við vorum á kafi í ís en það var farið að blása mikið og mikill sjógangur. Ísinn hefur því bara barið gat á bátinn,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Eftir að gat kom á bátinn í gær tókst Sigurði að koma bátnum út á haf en þá var hann orðinn hálffullur af sjó. Fjölskyldan komst um borð í björgunarbát og segir Sigurður að þá hafi ekki verið nein stórhætta á ferðum. Aðspurður hvernig litlu dóttur hans hafi liðið segir hann að hún hafi staðið sig „eins og sleggja,“ enda hafi hún kannski ekki alveg gert sér grein fyrir hvað var að gerast. Hvergi betra að vera en í bátnum Sigurður telur að báturinn sé á floti ennþá en allt sé væntanlega ónýtt í honum og ekki hægt að komast að honum eins og stendur. „Þetta er mikið tjón því mest af mínum eigum hef ég í bátnum. Ég er meira og minna alltaf í bátnum og lifi af honum, sigli með ferðamenn og rannsóknarhópa,“ segir Sigurður. Hann segir að um stóran og góðan bát hafi verið að ræða og það hafi farið vel um fjölskylduna í bátnum þessa viku sem þau voru föst á ísnum. „Meðan það var ekki mikil hreyfing í ísnum þá var þetta bara eins og á hóteli. Það fer hvergi betur um mann en í honum þó maður sé fastur í ís.“
Tengdar fréttir Ísmanninum og fjölskyldu hans bjargað eftir að bátur þeirra sökk Var á leið frá Bolungarvík til Grænlands. 14. júlí 2015 15:57 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Ísmanninum og fjölskyldu hans bjargað eftir að bátur þeirra sökk Var á leið frá Bolungarvík til Grænlands. 14. júlí 2015 15:57