Höfðu verið föst á ísnum í heila viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2015 18:14 Sigurður Pétursson vísir/reynir traustason Sigurður Pétursson, sambýliskona hans, Anna Manikutdlak, þriggja ára dóttir þeirra, Sunna, og systir Önnu höfðu verið föst í bát sínum á ís undan austurströnd Grænlands í viku þegar gat kom á bátinn í gær og hann fylltist af sjó. Þau sluppu öll ómeidd en biðu í fjóra tíma í björgunarbát áður en þeim var bjargað með þyrlu sem flutti þau til Kulusuuk. Sigurður og fjölskylda voru á leiðinni frá Bolungarvík til Tasilaaq en báturinn hafði verið í slipp í Bolungarvík. „Vanalega tekur siglingin frá Bolungarvík til Tasilaaq tvo sólarhringa en við vorum búin að vera á ferðinni í níu daga því við festumst þarna á ísnum í viku. Við vorum á kafi í ís en það var farið að blása mikið og mikill sjógangur. Ísinn hefur því bara barið gat á bátinn,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Eftir að gat kom á bátinn í gær tókst Sigurði að koma bátnum út á haf en þá var hann orðinn hálffullur af sjó. Fjölskyldan komst um borð í björgunarbát og segir Sigurður að þá hafi ekki verið nein stórhætta á ferðum. Aðspurður hvernig litlu dóttur hans hafi liðið segir hann að hún hafi staðið sig „eins og sleggja,“ enda hafi hún kannski ekki alveg gert sér grein fyrir hvað var að gerast. Hvergi betra að vera en í bátnum Sigurður telur að báturinn sé á floti ennþá en allt sé væntanlega ónýtt í honum og ekki hægt að komast að honum eins og stendur. „Þetta er mikið tjón því mest af mínum eigum hef ég í bátnum. Ég er meira og minna alltaf í bátnum og lifi af honum, sigli með ferðamenn og rannsóknarhópa,“ segir Sigurður. Hann segir að um stóran og góðan bát hafi verið að ræða og það hafi farið vel um fjölskylduna í bátnum þessa viku sem þau voru föst á ísnum. „Meðan það var ekki mikil hreyfing í ísnum þá var þetta bara eins og á hóteli. Það fer hvergi betur um mann en í honum þó maður sé fastur í ís.“ Tengdar fréttir Ísmanninum og fjölskyldu hans bjargað eftir að bátur þeirra sökk Var á leið frá Bolungarvík til Grænlands. 14. júlí 2015 15:57 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Sigurður Pétursson, sambýliskona hans, Anna Manikutdlak, þriggja ára dóttir þeirra, Sunna, og systir Önnu höfðu verið föst í bát sínum á ís undan austurströnd Grænlands í viku þegar gat kom á bátinn í gær og hann fylltist af sjó. Þau sluppu öll ómeidd en biðu í fjóra tíma í björgunarbát áður en þeim var bjargað með þyrlu sem flutti þau til Kulusuuk. Sigurður og fjölskylda voru á leiðinni frá Bolungarvík til Tasilaaq en báturinn hafði verið í slipp í Bolungarvík. „Vanalega tekur siglingin frá Bolungarvík til Tasilaaq tvo sólarhringa en við vorum búin að vera á ferðinni í níu daga því við festumst þarna á ísnum í viku. Við vorum á kafi í ís en það var farið að blása mikið og mikill sjógangur. Ísinn hefur því bara barið gat á bátinn,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Eftir að gat kom á bátinn í gær tókst Sigurði að koma bátnum út á haf en þá var hann orðinn hálffullur af sjó. Fjölskyldan komst um borð í björgunarbát og segir Sigurður að þá hafi ekki verið nein stórhætta á ferðum. Aðspurður hvernig litlu dóttur hans hafi liðið segir hann að hún hafi staðið sig „eins og sleggja,“ enda hafi hún kannski ekki alveg gert sér grein fyrir hvað var að gerast. Hvergi betra að vera en í bátnum Sigurður telur að báturinn sé á floti ennþá en allt sé væntanlega ónýtt í honum og ekki hægt að komast að honum eins og stendur. „Þetta er mikið tjón því mest af mínum eigum hef ég í bátnum. Ég er meira og minna alltaf í bátnum og lifi af honum, sigli með ferðamenn og rannsóknarhópa,“ segir Sigurður. Hann segir að um stóran og góðan bát hafi verið að ræða og það hafi farið vel um fjölskylduna í bátnum þessa viku sem þau voru föst á ísnum. „Meðan það var ekki mikil hreyfing í ísnum þá var þetta bara eins og á hóteli. Það fer hvergi betur um mann en í honum þó maður sé fastur í ís.“
Tengdar fréttir Ísmanninum og fjölskyldu hans bjargað eftir að bátur þeirra sökk Var á leið frá Bolungarvík til Grænlands. 14. júlí 2015 15:57 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Ísmanninum og fjölskyldu hans bjargað eftir að bátur þeirra sökk Var á leið frá Bolungarvík til Grænlands. 14. júlí 2015 15:57