Innlent

Mál BHM þingfest í Hæstarétti í morgun

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM í héraðsdómi á miðvikudag.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM í héraðsdómi á miðvikudag. vísir/ernir
Mál Bandalags háskólamanna á hendur íslenska ríkinu var þingfest í Hæstarétti í morgun. Bandalagið höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu í júní og var dómur kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag, þar sem BHM beið lægri hlut. Málinu var því áfrýjað og fékk það sjálfkrafa flýtimeðferð fyrir Hæstarétti.

Í tilkynningu frá BHM segir að félagsmenn telji niðurstöðu héraðsdóms ranga og að ekki sé hægt að nálgast álitaefni málsins á þann hátt sem Héraðsdómur gerði. Bann við verkföllum og svipting samningsréttar sé ekki á meðal þeirra úrræða til lausnar kjaradeilum sem stjórnvöldum á hverjum tíma standi til boða.

„Verkfallsrétturinn sem hluti samningsréttar og sem órjúfalegur þáttur félagafrelsis stéttarfélaga er varinn af stjórnarskrá Íslands. Takmörkun slíks réttar er takmörkun á stjórnarskrárvörðum mannréttindum,“ segir í tilkyningunni.

Gera má ráð fyrir að málflutningur fyrir Hæstarétti fari fram í byrjun ágúst. 


Tengdar fréttir

Telur BHM-dóm ekki hafa fordæmisgildi

Kjaradeilu hjúkrunarfræðinga hefur verið vísað til gerðardóms en fulltrúar frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga funduðu með dómnum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×