Getnaðarlimur hjólreiðamanns getur lamast eftir langan hjólatúr Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júlí 2015 22:36 Hjólreiðakeppnir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi síðustu ár. Vísir Vel þekkt er í löngum hjólreiðaferðum að karlmenn missi tilfinninguna í getnaðarlim og í svæðinu við nárann. Þetta var rætt í Reykjavík síðdegis í dag. „Ef það er mikið álag á einhvern líkamspart þá getur það haft einhverjar afleiðingar í för með sér,“ sagði Guðmundur Geirsson, þvagfæraskurðlæknir, aðspurður um þetta vandamál. „Þarna getur orðið einhver þrýstingur í klofinu á taugar þarna niðri. Þetta er þekkt. Sérstaklega í einhverjum extreme tilfellum, þegar menn eru að hjóla marga tugi eða hundrað kílómetra í einu.“ Hjólreiðar hafa notið aukinna vinsælda hér á landi upp á síðkastið. Til að mynda jukust skráningar í WOW Cyclothon til mun á þessu ári en 1200 skráðu sig í ár miðað við 500 í fyrra. En engin ástæða er til þess að leggja hjólið á hilluna þar sem hægt er að varast að þetta gerist segir læknirinn. „Já já, í fyrsta lagi að hvíla sig, vera ekki of lengi í einu. Síðan að vera í góðum buxum með góðum bólstra. Það er svosem helst þetta. Maður hefur heyrt að það séu til einhverjir sérstakir hnakkar þar sem er minni þrýsingur á þetta viðkvæma svæði.“ Hefðbundnir hnakkar eru oft mjóir og harðir en í þættinum er talað um að sniðugt sé að hjóla á hnökkum sem eru öðruvísi í laginu og mýkri en venjulegir – til að mynda gelhnakkar.En getur máttleysi í lim og nárasvæði orðið varanlegt? „Nei nei, það mjög ólíklegt. Gengur yfirleitt alltaf til baka á ekki alltof löngum tíma. En þetta kemur nú ekki oft á okkar borð, okkar þvagfæraskurðlækna svona vandamál eftir hjólreiðar. En það má segja að hjólreiðar hafi aukist hér á landi. Þetta er meira vandamál erlendis. En kannski eigum við eftir að sjá aukningu á þessu, hver veit.“ Þrýstingur á taugarnar veldur tímabundinni lömun segir Guðmundur enda eru taugar karlmanna nálægt yfirborði húðarinnar. Guðmundur segist aldrei hafa heyrt um sambærilegt vandamál hjá konum. Nánar má heyra fjallað um málið í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
Vel þekkt er í löngum hjólreiðaferðum að karlmenn missi tilfinninguna í getnaðarlim og í svæðinu við nárann. Þetta var rætt í Reykjavík síðdegis í dag. „Ef það er mikið álag á einhvern líkamspart þá getur það haft einhverjar afleiðingar í för með sér,“ sagði Guðmundur Geirsson, þvagfæraskurðlæknir, aðspurður um þetta vandamál. „Þarna getur orðið einhver þrýstingur í klofinu á taugar þarna niðri. Þetta er þekkt. Sérstaklega í einhverjum extreme tilfellum, þegar menn eru að hjóla marga tugi eða hundrað kílómetra í einu.“ Hjólreiðar hafa notið aukinna vinsælda hér á landi upp á síðkastið. Til að mynda jukust skráningar í WOW Cyclothon til mun á þessu ári en 1200 skráðu sig í ár miðað við 500 í fyrra. En engin ástæða er til þess að leggja hjólið á hilluna þar sem hægt er að varast að þetta gerist segir læknirinn. „Já já, í fyrsta lagi að hvíla sig, vera ekki of lengi í einu. Síðan að vera í góðum buxum með góðum bólstra. Það er svosem helst þetta. Maður hefur heyrt að það séu til einhverjir sérstakir hnakkar þar sem er minni þrýsingur á þetta viðkvæma svæði.“ Hefðbundnir hnakkar eru oft mjóir og harðir en í þættinum er talað um að sniðugt sé að hjóla á hnökkum sem eru öðruvísi í laginu og mýkri en venjulegir – til að mynda gelhnakkar.En getur máttleysi í lim og nárasvæði orðið varanlegt? „Nei nei, það mjög ólíklegt. Gengur yfirleitt alltaf til baka á ekki alltof löngum tíma. En þetta kemur nú ekki oft á okkar borð, okkar þvagfæraskurðlækna svona vandamál eftir hjólreiðar. En það má segja að hjólreiðar hafi aukist hér á landi. Þetta er meira vandamál erlendis. En kannski eigum við eftir að sjá aukningu á þessu, hver veit.“ Þrýstingur á taugarnar veldur tímabundinni lömun segir Guðmundur enda eru taugar karlmanna nálægt yfirborði húðarinnar. Guðmundur segist aldrei hafa heyrt um sambærilegt vandamál hjá konum. Nánar má heyra fjallað um málið í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira