Getnaðarlimur hjólreiðamanns getur lamast eftir langan hjólatúr Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júlí 2015 22:36 Hjólreiðakeppnir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi síðustu ár. Vísir Vel þekkt er í löngum hjólreiðaferðum að karlmenn missi tilfinninguna í getnaðarlim og í svæðinu við nárann. Þetta var rætt í Reykjavík síðdegis í dag. „Ef það er mikið álag á einhvern líkamspart þá getur það haft einhverjar afleiðingar í för með sér,“ sagði Guðmundur Geirsson, þvagfæraskurðlæknir, aðspurður um þetta vandamál. „Þarna getur orðið einhver þrýstingur í klofinu á taugar þarna niðri. Þetta er þekkt. Sérstaklega í einhverjum extreme tilfellum, þegar menn eru að hjóla marga tugi eða hundrað kílómetra í einu.“ Hjólreiðar hafa notið aukinna vinsælda hér á landi upp á síðkastið. Til að mynda jukust skráningar í WOW Cyclothon til mun á þessu ári en 1200 skráðu sig í ár miðað við 500 í fyrra. En engin ástæða er til þess að leggja hjólið á hilluna þar sem hægt er að varast að þetta gerist segir læknirinn. „Já já, í fyrsta lagi að hvíla sig, vera ekki of lengi í einu. Síðan að vera í góðum buxum með góðum bólstra. Það er svosem helst þetta. Maður hefur heyrt að það séu til einhverjir sérstakir hnakkar þar sem er minni þrýsingur á þetta viðkvæma svæði.“ Hefðbundnir hnakkar eru oft mjóir og harðir en í þættinum er talað um að sniðugt sé að hjóla á hnökkum sem eru öðruvísi í laginu og mýkri en venjulegir – til að mynda gelhnakkar.En getur máttleysi í lim og nárasvæði orðið varanlegt? „Nei nei, það mjög ólíklegt. Gengur yfirleitt alltaf til baka á ekki alltof löngum tíma. En þetta kemur nú ekki oft á okkar borð, okkar þvagfæraskurðlækna svona vandamál eftir hjólreiðar. En það má segja að hjólreiðar hafi aukist hér á landi. Þetta er meira vandamál erlendis. En kannski eigum við eftir að sjá aukningu á þessu, hver veit.“ Þrýstingur á taugarnar veldur tímabundinni lömun segir Guðmundur enda eru taugar karlmanna nálægt yfirborði húðarinnar. Guðmundur segist aldrei hafa heyrt um sambærilegt vandamál hjá konum. Nánar má heyra fjallað um málið í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Vel þekkt er í löngum hjólreiðaferðum að karlmenn missi tilfinninguna í getnaðarlim og í svæðinu við nárann. Þetta var rætt í Reykjavík síðdegis í dag. „Ef það er mikið álag á einhvern líkamspart þá getur það haft einhverjar afleiðingar í för með sér,“ sagði Guðmundur Geirsson, þvagfæraskurðlæknir, aðspurður um þetta vandamál. „Þarna getur orðið einhver þrýstingur í klofinu á taugar þarna niðri. Þetta er þekkt. Sérstaklega í einhverjum extreme tilfellum, þegar menn eru að hjóla marga tugi eða hundrað kílómetra í einu.“ Hjólreiðar hafa notið aukinna vinsælda hér á landi upp á síðkastið. Til að mynda jukust skráningar í WOW Cyclothon til mun á þessu ári en 1200 skráðu sig í ár miðað við 500 í fyrra. En engin ástæða er til þess að leggja hjólið á hilluna þar sem hægt er að varast að þetta gerist segir læknirinn. „Já já, í fyrsta lagi að hvíla sig, vera ekki of lengi í einu. Síðan að vera í góðum buxum með góðum bólstra. Það er svosem helst þetta. Maður hefur heyrt að það séu til einhverjir sérstakir hnakkar þar sem er minni þrýsingur á þetta viðkvæma svæði.“ Hefðbundnir hnakkar eru oft mjóir og harðir en í þættinum er talað um að sniðugt sé að hjóla á hnökkum sem eru öðruvísi í laginu og mýkri en venjulegir – til að mynda gelhnakkar.En getur máttleysi í lim og nárasvæði orðið varanlegt? „Nei nei, það mjög ólíklegt. Gengur yfirleitt alltaf til baka á ekki alltof löngum tíma. En þetta kemur nú ekki oft á okkar borð, okkar þvagfæraskurðlækna svona vandamál eftir hjólreiðar. En það má segja að hjólreiðar hafi aukist hér á landi. Þetta er meira vandamál erlendis. En kannski eigum við eftir að sjá aukningu á þessu, hver veit.“ Þrýstingur á taugarnar veldur tímabundinni lömun segir Guðmundur enda eru taugar karlmanna nálægt yfirborði húðarinnar. Guðmundur segist aldrei hafa heyrt um sambærilegt vandamál hjá konum. Nánar má heyra fjallað um málið í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira