Baldur bitinn við Fossvoginn: Fann örsmáar flugur í svefnherberginu Birgir Olgeirsson skrifar 2. júlí 2015 09:38 Baldur Guðmundsson býr við Fossvoginn og hefur fundið 37 bit á líkama sínum. Vísir/Facebook/map.is Enn fjölgar þeim sem hafa verið bitnir illa á suðvesturhorni landsins. Fréttablaðið greindi lúsmýi í gær sem lagðist á íbúa sumarhúsa í Kjós og í dag er greint frá nokkrum sem hafa orðið varir við mýið meðal annars í Mosfellsbæ og Grafarvogi. Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV, greinir frá því að hann hafi farið að finna fyrir einkennum bita um efri hluta líkamans í fyrradag og í gær og reyndust það vera 37 bit í heildin, þar af helmingurinn á hægri handlegg. Baldur býr á Kársnesi í Kópavogi og segist ekki hafa farið úr bænum eða svo mikið sem göngutúr í vikunni.Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV.Vísir/FacebookÁ Facebook-síðu sinni segist hann hafa fundið örsmáar flugur í gluggakistu svefnherbergisins. Hann ákvað að fara með þær í greiningu hjá Náttúrufræðistofnun þar sem hann hitti rauðflekkóttan mann í sömu erindagjörðum. Sá hafði verið nagaður í Hafnarfirði og hafði ekki einu sinni farið Hvalfjarðargöngin nýlega, hvað þá farið upp í Kjós. „Þið sem haldið að vargurinn nái ykkur ekki inni í svefnherberginu ættuð að endurmeta stöðuna,“ skrifar Baldur sem segir í samtali við Vísi að konan hans hafi einnig verið bitin. Hann segist ekki geta fullyrt að um lúsmý sé að ræða en tímasetningin sé grunsamleg. Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir í samtali við Fréttablaðið í dag að þó sterkur grunur leiki á að skordýrið sem hefur herjað á íbúa suðvesturhluta landsins sé lúsmý þá sé ekki hægt að staðfesta það að svo stöddu. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. „Eina sem er sameiginlegt með lúsmý og moskító er blóðþorstinn,“ segir Erling sem heldur að hugsanlega sé lúsmýið komið hingað til lands vegna hlýinda. „Þetta er frekar kaldhæðnislegt, en fólk verður bara að vona að veðrið verði ekki gott,“ segir Erling í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Erling skordýrafræðingur kennir réttu handtökin: Svona fjarlægir þú skógarmítil Lúsmý herjar á Íslendinga. Karl Tómasson, tónlistarmaður, vaknaði upp við stungur og er illa bitinn. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun segir um nýjan landnema að ræða. Með hlýnandi veðri eru landnemarnir sífellt fleiri og Íslendingar eru hræddastir við Skógarmítilinn. Hann kennir áhorfendum réttu handtökin við að fjarlægja mítil sem hefur bitið sig fastan. 1. júlí 2015 21:44 Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Enn fjölgar þeim sem hafa verið bitnir illa á suðvesturhorni landsins. Fréttablaðið greindi lúsmýi í gær sem lagðist á íbúa sumarhúsa í Kjós og í dag er greint frá nokkrum sem hafa orðið varir við mýið meðal annars í Mosfellsbæ og Grafarvogi. Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV, greinir frá því að hann hafi farið að finna fyrir einkennum bita um efri hluta líkamans í fyrradag og í gær og reyndust það vera 37 bit í heildin, þar af helmingurinn á hægri handlegg. Baldur býr á Kársnesi í Kópavogi og segist ekki hafa farið úr bænum eða svo mikið sem göngutúr í vikunni.Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV.Vísir/FacebookÁ Facebook-síðu sinni segist hann hafa fundið örsmáar flugur í gluggakistu svefnherbergisins. Hann ákvað að fara með þær í greiningu hjá Náttúrufræðistofnun þar sem hann hitti rauðflekkóttan mann í sömu erindagjörðum. Sá hafði verið nagaður í Hafnarfirði og hafði ekki einu sinni farið Hvalfjarðargöngin nýlega, hvað þá farið upp í Kjós. „Þið sem haldið að vargurinn nái ykkur ekki inni í svefnherberginu ættuð að endurmeta stöðuna,“ skrifar Baldur sem segir í samtali við Vísi að konan hans hafi einnig verið bitin. Hann segist ekki geta fullyrt að um lúsmý sé að ræða en tímasetningin sé grunsamleg. Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir í samtali við Fréttablaðið í dag að þó sterkur grunur leiki á að skordýrið sem hefur herjað á íbúa suðvesturhluta landsins sé lúsmý þá sé ekki hægt að staðfesta það að svo stöddu. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. „Eina sem er sameiginlegt með lúsmý og moskító er blóðþorstinn,“ segir Erling sem heldur að hugsanlega sé lúsmýið komið hingað til lands vegna hlýinda. „Þetta er frekar kaldhæðnislegt, en fólk verður bara að vona að veðrið verði ekki gott,“ segir Erling í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Erling skordýrafræðingur kennir réttu handtökin: Svona fjarlægir þú skógarmítil Lúsmý herjar á Íslendinga. Karl Tómasson, tónlistarmaður, vaknaði upp við stungur og er illa bitinn. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun segir um nýjan landnema að ræða. Með hlýnandi veðri eru landnemarnir sífellt fleiri og Íslendingar eru hræddastir við Skógarmítilinn. Hann kennir áhorfendum réttu handtökin við að fjarlægja mítil sem hefur bitið sig fastan. 1. júlí 2015 21:44 Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Erling skordýrafræðingur kennir réttu handtökin: Svona fjarlægir þú skógarmítil Lúsmý herjar á Íslendinga. Karl Tómasson, tónlistarmaður, vaknaði upp við stungur og er illa bitinn. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun segir um nýjan landnema að ræða. Með hlýnandi veðri eru landnemarnir sífellt fleiri og Íslendingar eru hræddastir við Skógarmítilinn. Hann kennir áhorfendum réttu handtökin við að fjarlægja mítil sem hefur bitið sig fastan. 1. júlí 2015 21:44
Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06
Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15