Fann loks lausn á kattavandamálinu í garðinum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. júlí 2015 10:37 Kettirnir flýja nú af lóðinni og hafa engan tíma til þess að létta af sér í garðinum. Vísir Sigurður Þór Helgason, íbúi í Vesturbæ, var orðinn langþreyttur á lausagöngu katta í garðinum sínum og greip því til sinna ráða. Lausnin er bæði klók og kómísk en Sigurður birti myndband á Facebook síðu sinni sem hefur vakið mikla lukku. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. „Ég var búinn að prófa öll ráðin í bókinni og við það að gefast upp og sætta mig við það að okkar eignir væru ekki bara okkar heldur líka kattanna, þar til að ég fann þetta snilldartæki á amazon.com. Í dag líður mér eins og ég hafi náð garðinum til baka frá yfirráðum kattanna sem komu reglulega til að kúka og pissa á allt hjá okkur.“ Sigurður keypti svokallaðan Yard enforcer en hægt er að sjá kynningu á gripnum í myndbandinu.Ég stóð þetta kvikindi að verki við að pissa utan í grilliáklæði nr 2. En ég þurfti að henda fyrra áklæðinu vegna þess a...Posted by Sigurður Þór Helgason on Thursday, June 11, 2015Óábyrgt og dýrt fyrir nágrannana„Laus kattaganga hefur kostað mig um 150 þúsund á rúmlega einu ári vegna tjóns af völdum katta sem merkja sér útidyrahurðina mína, leikföngin í garðinum, pallinn, grilláklæðið, tjöld barnana, hurðamottuna, plöntur, pissa inni hjá mér og svo lengi mætti telja. Ég fæ ekki að hafa mína hluti í friði.“ Hér að neðan er myndband frá Sigurði sem sýnir hvað hann hefur verið að kljást við síðastliðna mánuði.Hér má sjá mynd af tryllitækinu sem bjargað hefur geðheilsu Sigurðar.Mynd/SigurðurSigurður telur óábyrgt af kattaeigendum að sleppa köttum sínum út vitandi að þeir koma til með að pissa og kúka í görðum nágranna sinna og sandkassa á leiskólalóðum. „Því miður velja margir kattaeigendur að lifa í afneitun hvað þetta varðar og það er miður. Ég náði einu sinni upptöku af því þegar köttur nágranna míns merkti grilláklæðið með lyktarmiklu blandi, þá fór ég með hlandblauta ábreiðuna til hans að bað hann um að þrífa eftir köttinn sinn. Hann sagði þá að þetta gæti verið eftir hvaða kött sem er, þar til að ég sagði honum að ég ætti athöfnina alla á video. Hann glotti bara furðulostinn um leið og hann hellti vatni yfir ábreiðuna sem að sjálfsögðu dugði enganvegin til að ná lyktinni burt. Tilfinning mín var að nágrannanum fyndist ekkert tiltökumál að kötturinn hans væri að pissa á mottuna, grillábreiðuna, útidyrahurðina, dyramottuna, leikföngin og stofugólfið, hann sagði að kötturinn væri bara dálítið spes.“ Sigurður getur nú sofið rólegur enda með Yard enforcer í garðinum. Kettirnir eru ekki hrifnir og stökkva burtu skelkaðir þegar tækið fer í gang með kostulegum hætti eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.Ég elska hvað tæknin getur til hjálpa gegn óþverra eins og lausagönguköttum sem er hleypt út af eigendum sínum til að...Posted by Sigurður Þór Helgason on Tuesday, June 30, 2015 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Sigurður Þór Helgason, íbúi í Vesturbæ, var orðinn langþreyttur á lausagöngu katta í garðinum sínum og greip því til sinna ráða. Lausnin er bæði klók og kómísk en Sigurður birti myndband á Facebook síðu sinni sem hefur vakið mikla lukku. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. „Ég var búinn að prófa öll ráðin í bókinni og við það að gefast upp og sætta mig við það að okkar eignir væru ekki bara okkar heldur líka kattanna, þar til að ég fann þetta snilldartæki á amazon.com. Í dag líður mér eins og ég hafi náð garðinum til baka frá yfirráðum kattanna sem komu reglulega til að kúka og pissa á allt hjá okkur.“ Sigurður keypti svokallaðan Yard enforcer en hægt er að sjá kynningu á gripnum í myndbandinu.Ég stóð þetta kvikindi að verki við að pissa utan í grilliáklæði nr 2. En ég þurfti að henda fyrra áklæðinu vegna þess a...Posted by Sigurður Þór Helgason on Thursday, June 11, 2015Óábyrgt og dýrt fyrir nágrannana„Laus kattaganga hefur kostað mig um 150 þúsund á rúmlega einu ári vegna tjóns af völdum katta sem merkja sér útidyrahurðina mína, leikföngin í garðinum, pallinn, grilláklæðið, tjöld barnana, hurðamottuna, plöntur, pissa inni hjá mér og svo lengi mætti telja. Ég fæ ekki að hafa mína hluti í friði.“ Hér að neðan er myndband frá Sigurði sem sýnir hvað hann hefur verið að kljást við síðastliðna mánuði.Hér má sjá mynd af tryllitækinu sem bjargað hefur geðheilsu Sigurðar.Mynd/SigurðurSigurður telur óábyrgt af kattaeigendum að sleppa köttum sínum út vitandi að þeir koma til með að pissa og kúka í görðum nágranna sinna og sandkassa á leiskólalóðum. „Því miður velja margir kattaeigendur að lifa í afneitun hvað þetta varðar og það er miður. Ég náði einu sinni upptöku af því þegar köttur nágranna míns merkti grilláklæðið með lyktarmiklu blandi, þá fór ég með hlandblauta ábreiðuna til hans að bað hann um að þrífa eftir köttinn sinn. Hann sagði þá að þetta gæti verið eftir hvaða kött sem er, þar til að ég sagði honum að ég ætti athöfnina alla á video. Hann glotti bara furðulostinn um leið og hann hellti vatni yfir ábreiðuna sem að sjálfsögðu dugði enganvegin til að ná lyktinni burt. Tilfinning mín var að nágrannanum fyndist ekkert tiltökumál að kötturinn hans væri að pissa á mottuna, grillábreiðuna, útidyrahurðina, dyramottuna, leikföngin og stofugólfið, hann sagði að kötturinn væri bara dálítið spes.“ Sigurður getur nú sofið rólegur enda með Yard enforcer í garðinum. Kettirnir eru ekki hrifnir og stökkva burtu skelkaðir þegar tækið fer í gang með kostulegum hætti eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.Ég elska hvað tæknin getur til hjálpa gegn óþverra eins og lausagönguköttum sem er hleypt út af eigendum sínum til að...Posted by Sigurður Þór Helgason on Tuesday, June 30, 2015
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira