Mikil reiði meðal verkfallsfólks vegna laganna Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2015 19:00 vísir/stefán Frumvarp ríkisstjórnarinnar um frestun verkfall brýtur á stjórnarskrárvörðum réttindum BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að mati forystufólks samtakanna. Hópur félagsmanna kom saman við Alþingi í dag til að mótmæla setningu laga á kjaradeilu félaganna við ríkið. Mikil reiði ríkir meðal félagsmanna BHM sem verið hafa í verkfalli í rúmar níu vikur og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem hafa verið í verkfalli í hátt á þriðju vikur vegna lagasetningarinnar. Mótmæli félaganna á Austurvelli fóru þó friðsamlega fram. En í sameiginlegri yfirlýsingu segir að með lögum verði stéttarfélögin svift þeim þvingunarúrræðum sem tryggð séu í stjórnarskrá. „Með frumvarpinu er ríkið sem annar deiluaðili að leggja til lög á kjaradeilur sem það á sjálft aðild að,“ segir í ályktuninni. Eftir að formennnirnir höfðu lesið þessa yfirlýsingu fyrir fundarmenn á Austurvelli gengu þau Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM og Ólafur S. Skúlason formaður FÍH að þinghúsinu til að afhenda hana Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis „Við vorum að lesa þessa ályktun upp. Hún er áskorun til Alþingis frá Bandalagi háskólamanna og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem við skorum á þingmenn að samþykkja ekki lögin um að banna verkfallsaðgerðir,“ sagði Þórunn „Þakka ykkur kærlega fyrir. Ég mun að sjálfsögðu bregðast við ósk ykkar og mun gera þessa ályktun aðgengilega öllum þingmönnum og greina frá henni hér á eftir þannig að öllum þingmönnum sé það ljóst að þessi áskorun liggur fyrir frá ykkar samtökum,“ sagði Einar Kristinn. Þótt stjórnarandstaðan leggist alfarið á móti frumvarpinu er ólíklegt að það verði ekki að lögum. „Auðvitað vonum við að þau hlusti á eðlilegar kröfur okkar um að samningsréttur sé virtur,“ segir Þórunn.Ólafur, nú er þetta búið að liggja í loftinu lengi. Kom þetta engu að síður á óvart?„Það kom ekki beint á óvart en ég vildi bara ekki trúa því að þeir myndu ganga svo langt að vega hér svona alvarlega að samningarétti opinberra starfsmanna. Þetta er mjög alvarlegt mál . Við sjáum það bara á okkar hóp að fólk er mjög reitt yfir þessu og tekur þessu ekki þegjandi. Við höfum miklar áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á opinbera kerfið og þá alveg sérstaklega á heilbrigðiskerfið,“ segir Ólafur. Þau telja bæði að ekki hafi verið fullreynt við samningaborðið. Verkfall 2016 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um frestun verkfall brýtur á stjórnarskrárvörðum réttindum BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að mati forystufólks samtakanna. Hópur félagsmanna kom saman við Alþingi í dag til að mótmæla setningu laga á kjaradeilu félaganna við ríkið. Mikil reiði ríkir meðal félagsmanna BHM sem verið hafa í verkfalli í rúmar níu vikur og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem hafa verið í verkfalli í hátt á þriðju vikur vegna lagasetningarinnar. Mótmæli félaganna á Austurvelli fóru þó friðsamlega fram. En í sameiginlegri yfirlýsingu segir að með lögum verði stéttarfélögin svift þeim þvingunarúrræðum sem tryggð séu í stjórnarskrá. „Með frumvarpinu er ríkið sem annar deiluaðili að leggja til lög á kjaradeilur sem það á sjálft aðild að,“ segir í ályktuninni. Eftir að formennnirnir höfðu lesið þessa yfirlýsingu fyrir fundarmenn á Austurvelli gengu þau Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM og Ólafur S. Skúlason formaður FÍH að þinghúsinu til að afhenda hana Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis „Við vorum að lesa þessa ályktun upp. Hún er áskorun til Alþingis frá Bandalagi háskólamanna og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem við skorum á þingmenn að samþykkja ekki lögin um að banna verkfallsaðgerðir,“ sagði Þórunn „Þakka ykkur kærlega fyrir. Ég mun að sjálfsögðu bregðast við ósk ykkar og mun gera þessa ályktun aðgengilega öllum þingmönnum og greina frá henni hér á eftir þannig að öllum þingmönnum sé það ljóst að þessi áskorun liggur fyrir frá ykkar samtökum,“ sagði Einar Kristinn. Þótt stjórnarandstaðan leggist alfarið á móti frumvarpinu er ólíklegt að það verði ekki að lögum. „Auðvitað vonum við að þau hlusti á eðlilegar kröfur okkar um að samningsréttur sé virtur,“ segir Þórunn.Ólafur, nú er þetta búið að liggja í loftinu lengi. Kom þetta engu að síður á óvart?„Það kom ekki beint á óvart en ég vildi bara ekki trúa því að þeir myndu ganga svo langt að vega hér svona alvarlega að samningarétti opinberra starfsmanna. Þetta er mjög alvarlegt mál . Við sjáum það bara á okkar hóp að fólk er mjög reitt yfir þessu og tekur þessu ekki þegjandi. Við höfum miklar áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á opinbera kerfið og þá alveg sérstaklega á heilbrigðiskerfið,“ segir Ólafur. Þau telja bæði að ekki hafi verið fullreynt við samningaborðið.
Verkfall 2016 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent