Enski boltinn

Southgate vill halda áfram með U-21 ára liðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Southgate lék á sínum tíma 57 landsleiki fyrir England.
Southgate lék á sínum tíma 57 landsleiki fyrir England. vísir/getty
Gareth Southgate segist tilbúinn að halda áfram sem þjálfari enska U-21 árs landsliðsins sem féll úr leik á EM í gær eftir 3-1 tap fyrir Ítalíu.

„Ég vil halda áfram liðið,“ sagði Southgate sem er með samning til ársins 2017.

„Nokkrir leikmenn sem hafa verið í liðinu hafa átt mjög góðu gengi að fagna,“ bætti Southgate við en hann reyndi að líta á björtu hliðarnar þrátt fyrir vonbrigðin.

England vann einn af þremur leikjum sínum á mótinu, gegn Svíþjóð, en tapaði fyrir Ítalíu og Portúgal. Enska liðið hefur nú fallið þrisvar sinnum í röð úr leik í riðlakeppni EM en Southgate segir að ungir enskir leikmenn fái ekki vægan spiltíma hjá sínum liðum og séu þ.a.l. ekki vanir að spila leiki þar sem allt er undir eins og í gær.

„Við glímum við þetta vandamál. Leikmennirnir þurfa að öðlast reynslu að spila í svona aðstæðum, þar sem þeir þurfa að standa sig,“ sagði Southgate sem taldi að England hefði sennilega spilað sinn fótbolta á mótinu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×