Enski boltinn

Southampton samþykkti tilboð Liverpool í Clyne

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Clyne fagnar marki í leik með Southampton.
Clyne fagnar marki í leik með Southampton. Vísir/Getty
Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Southampton hafi samþykkt tilboð Liverpool í hægri bakvörðuinn Nathaniel Clyne.

Samkvæmt Guardian bauð Liverpool 12,5 milljónir punda í Clyne sem er öllu lægra en Southampton vildi fá. Félagið hafði þegar hafnað einu tilboði frá Liverpool.

Clyne þótti ekki líklegur til að framlengja samning sinn við Southampton sem rennur út eftir næsta tímabil. Félagið mun því hafa ákveðið að selja Clyne nú.

Liverpool greiðir 10,5 milljónir fyrir hann strax en afganginn þegar hinn 24 ára Clyne hefur uppfyllt ákveðin skilyrði um fjölda spilaðra leikja.

Liverpool hefur þegar fengið fimm nýja leikmenn í lið sitt í sumar en í fyrra keypti félagið þrjá leikmenn frá Southampton - þá Adam Lallana, Dejan Lovren og Rickie Lambert.

Þeir sem komu í sumar eru Roberto Firmino, James Milner, Danny Ings, Adam Bogdan og Joe Gomez.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×