Enski boltinn

Coleman á leið til United?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Coleman fagnar marki með Everton.
Coleman fagnar marki með Everton. vísir/getty
Manchester United hefur áhuga á Seamus Coleman, bakverði Everton, en þetta hefur Sky Sports fréttastofan samkvæmt heimildum.

United á enn eftir að gera tilboð í írska landsliðsmanninn, en Louis van Gaal, stjóri United, er sagður vilja fá þennan öfluga bakvörð til Manchester.

Antonio Valencia spilaði mest megnis í bakverðinum hjá United í fyrra, en þeir Phil Jones og Chris Smalling þurftu einnig að leysa bakvarðastöðurnar. Van Gaal vill halda þeim sem mest í miðri vörninni á næsta tímabili.

Van Gaal hefur ólmur viljað næla sér í hægri bakvörð. Dani Alves virtist vera á leiðinni til United áður en hann skrifaði undir nýjan samning hjá Barcelona og Nathaniel Clyne var einnig á radarnum.

Coleman gekk í raðir Everton árið 2009 fyrir 60 þúsund pund. Hann hefur leikið 185 leiki og skorað í þeim tólf mörk auk þess að leika 28 landsleiki fyrir Írland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×