Formaður Eflingar um Actavis: „Einfaldlega hörmuleg tíðindi“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. júní 2015 12:00 Sigurður Bessason, formaður Eflingar, gagnrýnir að ekki hafi verið haft samráð við stéttarfélagið við undirbúning aðgerðanna. VÍSIR/GVA Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir fréttir af ákvörðun Actavis vera að öllu leyti slæmar. Stór hluti starfsfólksins sem vinnur í lyfjaframleiðslu fyrirtækisins eru félagar í Eflingu. Tilkynnt var í morgun 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar á Íslandi verði lögð niður um mitt ár 2017.Í hagræðingarskyni Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta sé gert í hagræðingarskyni og sé liður í því að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. Actavis mun halda áfram annarri starfsemi hér á landi en samkvæmt tilkynningunni starfa um 400 manns hjá Actavis á Íslandi við annað en framleiðslu lyfja. Samkvæmt tilkynningunni hefur að undanförnu verið unnið að yfirgripsmikilli greiningu á framleiðslustarfsemi fyrirtækisins víða um heim til að hámarka nýtingu á framleiðslugetu. Niðurstöður þeirrar úttektar eru þær að aðrar verksmiðjur fyrirtækisins geti tekið við framleiðslu á þeim lyfjum sem í dag eru framleidd hér á landi. Verður það gert til að auka hagræðingu til muna. Hörmulegar fréttir „Mér finnst þetta einfaldlega hörmuleg tíðindi. Það er mjög slæmt þegar jafn stór aðili sem að hefur verið jafn virkur í íslensku samfélagi eins og Actavis tekur svona einhliða ákvörðun um að flytja stærsta hluta starfsemi sinni úr landi og það er ljóst að það mun hafa gríðarlega mikil áhrif, ekki síst á þá einstaklinga sem eru þarna í vinnu,“ segir hann. Sigurður segir að fulltrúar Actavis hafi ekki verið í sambandi við stéttarfélagið í aðdraganda þess að ákvörðunin var tekin og kynnt. „Nei það gerðu þeir ekki sem hefði þó verið í hæsta máti eðlilegt að hefði verið gert og þeim til meiri sóma að framkvæma með þeim hætti að láta viðkomandi aðila vita hvað væri í vændum,“ segir hann.Ekki í sambandi við félagið Sigurður segir að félagið hafi ekki verið í sambandi við fulltrúa Actavis enn þá, hann hafi einungis heyrt af málinu rétt um klukkan ellefu. „Við munum verða í sambandi við aðila málsins til þess að fá nánari upplýsingar um það hvernig fyrirtækið mun standa að þessu og hvort þarna sé um endanlega ákvörðun að ræða. Vonandi er það ekki,“ segir hann. „En það er alveg ljóst, eins og ég sagði, að þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif vegna þess að þarna eru 300 starfsmenn og það eru fjölskyldur á bak við hvern einstakling sem þarna vinnur á þessum vinnustað. Fulltrúi Actavis vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins á meðan forstjóri fyrirtækisins fundar með starfsmönnum. Von er á að fundað verði til klukkan þrjú í dag. Tengdar fréttir 300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Sjá meira
Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir fréttir af ákvörðun Actavis vera að öllu leyti slæmar. Stór hluti starfsfólksins sem vinnur í lyfjaframleiðslu fyrirtækisins eru félagar í Eflingu. Tilkynnt var í morgun 300 störf hjá fyrirtækinu verða flutt úr landi á næstu árum þegar framleiðsla lyfja verður færð frá Íslandi til annarra landa. Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar á Íslandi verði lögð niður um mitt ár 2017.Í hagræðingarskyni Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta sé gert í hagræðingarskyni og sé liður í því að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. Actavis mun halda áfram annarri starfsemi hér á landi en samkvæmt tilkynningunni starfa um 400 manns hjá Actavis á Íslandi við annað en framleiðslu lyfja. Samkvæmt tilkynningunni hefur að undanförnu verið unnið að yfirgripsmikilli greiningu á framleiðslustarfsemi fyrirtækisins víða um heim til að hámarka nýtingu á framleiðslugetu. Niðurstöður þeirrar úttektar eru þær að aðrar verksmiðjur fyrirtækisins geti tekið við framleiðslu á þeim lyfjum sem í dag eru framleidd hér á landi. Verður það gert til að auka hagræðingu til muna. Hörmulegar fréttir „Mér finnst þetta einfaldlega hörmuleg tíðindi. Það er mjög slæmt þegar jafn stór aðili sem að hefur verið jafn virkur í íslensku samfélagi eins og Actavis tekur svona einhliða ákvörðun um að flytja stærsta hluta starfsemi sinni úr landi og það er ljóst að það mun hafa gríðarlega mikil áhrif, ekki síst á þá einstaklinga sem eru þarna í vinnu,“ segir hann. Sigurður segir að fulltrúar Actavis hafi ekki verið í sambandi við stéttarfélagið í aðdraganda þess að ákvörðunin var tekin og kynnt. „Nei það gerðu þeir ekki sem hefði þó verið í hæsta máti eðlilegt að hefði verið gert og þeim til meiri sóma að framkvæma með þeim hætti að láta viðkomandi aðila vita hvað væri í vændum,“ segir hann.Ekki í sambandi við félagið Sigurður segir að félagið hafi ekki verið í sambandi við fulltrúa Actavis enn þá, hann hafi einungis heyrt af málinu rétt um klukkan ellefu. „Við munum verða í sambandi við aðila málsins til þess að fá nánari upplýsingar um það hvernig fyrirtækið mun standa að þessu og hvort þarna sé um endanlega ákvörðun að ræða. Vonandi er það ekki,“ segir hann. „En það er alveg ljóst, eins og ég sagði, að þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif vegna þess að þarna eru 300 starfsmenn og það eru fjölskyldur á bak við hvern einstakling sem þarna vinnur á þessum vinnustað. Fulltrúi Actavis vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins á meðan forstjóri fyrirtækisins fundar með starfsmönnum. Von er á að fundað verði til klukkan þrjú í dag.
Tengdar fréttir 300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Sjá meira
300 störf hjá Actavis flutt frá Íslandi Robert Stewart, forstjóri samheitalyfjasviðs og alþjóðaframleiðslu samstæðunnar, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin endurspegli ekki frammistöðu starfsmanna. 29. júní 2015 10:57