Enski boltinn

Petr Cech genginn í raðir Arsenal

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Petr Cech með nýju treyjuna sína í dag.
Petr Cech með nýju treyjuna sína í dag. mynd/heimasíða arsenal
Petr Cech, landsliðsmarkvörður Tékklands, er loks genginn í raðir Arsenal eins og til hefur staðið undanfarna daga.

Hann skrifaði undir samning við Arsenal í dag sem kaupir hann fyrir óuppgefna upphæð. Hún er talin vera ellefu milljónir punda.

Cech hefur undanfarin ellefu ár varið mark Chelsea og spilað ríflega 400 leiki fyrir liðið á þeim tíma.

Hann hefur unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, meistaradeildina einu sinni og fengið gullhanskann í úrvalsdeildinni þrisvar sinnum.

„Petr Cech er leikmaður sem ég hef dáðst að í langan tíma og ég er mjög ánægður með að hann er kominn til okkar. Hann hefur margoft sannað að hann er einn af bestu markvörðum heims,“ segir Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×