Enski boltinn

Ekkert farasnið á Wilshire

Jack Wilshire segist ánægður hjá Arsenal og hefur engan áhuga á að yfirgefa félagið.
Jack Wilshire segist ánægður hjá Arsenal og hefur engan áhuga á að yfirgefa félagið. vísir/getty
Jack Wilshere segist ekki hafa nokkurn áhuga á því að fara til Manchester City eða nokkurs annars félags eingöngu til að félögin uppfylli skilyrði um fjölda heimamanna.

"Ég mun klárlega ekki fara eingöngu af því að ég er heimamaður. Ég vil finna að mín sé óskað og ég vil að Arsenal vilji mig. Ég er uppalinn Arsenal maður. Og svo lengi sem Arsenal vill mig, þá er ég ánægður," segir Wilshire.

Stefnt er að því að innleiða nýjar reglur í enska boltann hvað varðar uppalda leikmenn en þær reglur kveða á um að lið verði að hafa a.m.k. 12 uppalda leikmenn í 25 manna leikmannahópi sínum.

Talið er að Manchester City leiti logandi ljósi af Englendingum til að kaupa eftir að félagið missti James Milner, Frank Lampard og Micah Richards.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×