Innlent

Berbrystingar koma saman á Austurvelli

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frítt kandífloss er í boði á Austurvelli.
Frítt kandífloss er í boði á Austurvelli. vísir/pjetur
Fjöldi fólks er nú á Austurvelli í tilefni brjóstabyltingarinnar svokölluðu. Fjölbreytt dagskrá verður fram á kvöld og munu fjölmargir stíga á svið og skemmta viðstöddum. Þá eru eins konar brjóstabolir til sölu á staðnum en forsprakkar viðburðarins fengu styrk frá Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar til að prenta hönnun listamannsins Sunnu Ben á bolina.

Vakin var athygli á viðburðinum á Facebook en þar hafa um 1,4 þúsund boðað komu sína.

Dagskrána má sjá hér:

13.00 – Dagskráin hefst: Bolir til sölu og frítt kandífloss

13.45 – Opnunarræða

14.00 – Avóka

14.20 – Reykjavíkurdætur

14.50 – Erindi Öddu Þóreyjardóttur Smáradóttur

15.00 – Úlfur Úlfur

15.20 – Happdrætti

15.30 – Sígull

15.50 – Ávarp Lomma Lomm sem fer einnig með ljóð

16.00 – Konur rokka

16.30 – East of my youth

16.50 – Lokaávarp

17.00 – Djammbandið Ding Ding

Fjörið heldur svo áfram á skemmtistaðnum Húrra frá klukkan 22.

Blíðskaparveður er á höfuðborgarsvæðinu þessa stundina.vísir/pjetur
vísir/pjetur
vísir/Pjetur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×