Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 13. júní 2015 20:00 Aðalmeðferð í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur, sem stefnt hefur íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf, fór fram á þriðjudag. Margir Íslendingar hafa fylgst með baráttu Snædísar Ránar sem er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf aðstoð túlks í öll samskipti og það hvort hún fær túlk eða ekki hefur úrslitaáhrif hvað hún gerir frá degi til dags. Snædís Rán er bjartsýn á að niðurstöður málsins muni breyta miklu hverjar sem þær verða, því þótt hún kynni að tapa þá yrði almenningi málið betur ljóst þar sem ýmislegt kemur fram sem annars hefði verið á vitorði fárra. „Mér fannst ganga ágætlega, það hefur ýmislegt komið í ljós sem hefði kannski ekki orðið lýðum ljóst að öðrum kosti. Ég veit ekkert um lögfræðilegar líkur á að vinna, ég veit að hver sem niðurstaðan verður þá á hún eftir að breyta miklu. Ef að ég tapa þá þarf að breyta lögunum, og ef að ég sigra þá verður þjónustan endurbætt.“ Snædís Rán hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlkum úr eigin vasa. Hún hefur þó gert það tilneydd en kostnaður vegna þriggja klukkutíma fundar var fimmtíu þúsund krónur. Kostnaðurinn er hærri en alla jafna því fötlunar sinnar vegna þarf hún fleiri en einn túlk, Snertitáknmálstúlkun fylgir meira álag en eiginleg táknmálstúlkun. „Rétt, þetta er ekki ódýrt, ég nota oft tvo eða fleiri túlka, þar sem það fylgir því fylgir meira líkamlegt og andlegt álag að túlka með snertitáknmálstúlkun en eiginlegri.“ Snædís Rán situr í stjórn Fjólu, félags fólks með samþætta sjón -og heyrnarskerðingu. Hún komst ekki á stjórnarfund í mánuðinum vegna þess að hún fékk ekki túlk og þá er óvíst um skipulagningu dagsskrár á 27. júní sem er alþjóðlegur baráttudagur fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðing. Dagurinn er fæðingardagur Helen Keller. „Hún var mikil baráttukona fyrir réttindum daufdumbra einstaklinga. Já, svo er ég ekkert að leita að einhverju að gera. Af því að ég veit að ég fæ auðvitað ekki túlk.“ Snædís bíður eftir því að dómur verði kveðinn upp. Eftir það getur hún ákveðið hvað skal gera næst, hvort það verður barátta fyrir lagabreytingum eða þátttaka í endurbótum á þjónustunni. Hvort tveggja gæti komið til. Hún óskar þess helst að þjónustan falli í réttar skorður. En pabbi hennar stingur upp á að fari hún með sigur fái hún sér kampavín. „Já, ég fékk kampavín í útskriftargjöf, sem ég vil gjarnan fá mér!“ Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur, sem stefnt hefur íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf, fór fram á þriðjudag. Margir Íslendingar hafa fylgst með baráttu Snædísar Ránar sem er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf aðstoð túlks í öll samskipti og það hvort hún fær túlk eða ekki hefur úrslitaáhrif hvað hún gerir frá degi til dags. Snædís Rán er bjartsýn á að niðurstöður málsins muni breyta miklu hverjar sem þær verða, því þótt hún kynni að tapa þá yrði almenningi málið betur ljóst þar sem ýmislegt kemur fram sem annars hefði verið á vitorði fárra. „Mér fannst ganga ágætlega, það hefur ýmislegt komið í ljós sem hefði kannski ekki orðið lýðum ljóst að öðrum kosti. Ég veit ekkert um lögfræðilegar líkur á að vinna, ég veit að hver sem niðurstaðan verður þá á hún eftir að breyta miklu. Ef að ég tapa þá þarf að breyta lögunum, og ef að ég sigra þá verður þjónustan endurbætt.“ Snædís Rán hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlkum úr eigin vasa. Hún hefur þó gert það tilneydd en kostnaður vegna þriggja klukkutíma fundar var fimmtíu þúsund krónur. Kostnaðurinn er hærri en alla jafna því fötlunar sinnar vegna þarf hún fleiri en einn túlk, Snertitáknmálstúlkun fylgir meira álag en eiginleg táknmálstúlkun. „Rétt, þetta er ekki ódýrt, ég nota oft tvo eða fleiri túlka, þar sem það fylgir því fylgir meira líkamlegt og andlegt álag að túlka með snertitáknmálstúlkun en eiginlegri.“ Snædís Rán situr í stjórn Fjólu, félags fólks með samþætta sjón -og heyrnarskerðingu. Hún komst ekki á stjórnarfund í mánuðinum vegna þess að hún fékk ekki túlk og þá er óvíst um skipulagningu dagsskrár á 27. júní sem er alþjóðlegur baráttudagur fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðing. Dagurinn er fæðingardagur Helen Keller. „Hún var mikil baráttukona fyrir réttindum daufdumbra einstaklinga. Já, svo er ég ekkert að leita að einhverju að gera. Af því að ég veit að ég fæ auðvitað ekki túlk.“ Snædís bíður eftir því að dómur verði kveðinn upp. Eftir það getur hún ákveðið hvað skal gera næst, hvort það verður barátta fyrir lagabreytingum eða þátttaka í endurbótum á þjónustunni. Hvort tveggja gæti komið til. Hún óskar þess helst að þjónustan falli í réttar skorður. En pabbi hennar stingur upp á að fari hún með sigur fái hún sér kampavín. „Já, ég fékk kampavín í útskriftargjöf, sem ég vil gjarnan fá mér!“
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira