Innlent

Göngumaður slasaður á Vatnajökli

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Vatnajökli.
Frá Vatnajökli. Vísir/Vilhelm
Björgunarfélag Hornafjarðar var kallað út um hádegisbil í dag. Þá hafði göngumaður slasast á fæti á Þverártindsegg í sunnanverðum Vatnajökli. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu var þyrla Landhelgisgæslunnar eining kölluð til.

Maðurinn er staddur í 800 metra hæð í töluverðum bratta og því er afar erfitt og seinlegt fyrir manninn sem og björgunarmenn, ef nauðsynlegt er að bera hann niður.

Ferðafélagar mannsins hafa búið um hann í neyðarskýli á meðan beðið er eftir björgum og er líðan hans eftir atkvikum góð að þeirra sögn. Áætlaður komutími þyrlunnar á slysstað er um kl 14:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×