Innlent

Sjáðu stemninguna á Austurvelli í dag

Bjarki Ármannsson skrifar
Á bilinu 2.500 til 3.000 manns voru samankomnir á Austurvelli í dag, margir til að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Mótmælin hófust klukkan ellefu og settu heldur betur svip sinn á hátíðardagskrána sem hófst stuttu síðar.

Mótmælendur héldu á lofti rauðum spjöldum, til að mótmæla því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu mætt á landsleik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta síðastliðinn föstudag í stað þess að taka þátt í umræðum á þingi um lagasetningu á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga.

Þá var slegið á trommur og látlaust hrópað „vanhæf ríkisstjórn“ og linnti þeim köllum ekki á meðan tónlist var flutt og því síður þegar forsætisráðherra flutti hátíðarræðu sína. Púað var á Sigmund Davíð og heyrðist greinilega í mótmælendum yfir ræðu hans.

Myndatökumaður Stöðvar 2 mætti á Austurvöll og náði þessum svipmyndum, sem sýna greinilega stemninguna á þessum óvenjulega þjóðhátíðardegi.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×