Þurfa ekki að flytja úr heimabyggð til að stunda nám Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. júní 2015 19:30 Menntamálaráðherra segir ekki rétt að nemendur komi til með að þurfa að flytja úr sinni heimabyggð til að stunda tónlistarnám. Þó sé nauðsynlegt að gera breytingar á fyrirkomulagi námsins enda standi margir tónlistarskólar frammi fyrir gjaldþroti. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, skipaði nýverið starfshóp með fulltrúum frá menntamálaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg til að útfæra breytingar á fjármögnun og skipulagi tónlistarnáms á framhaldsstigi. Námið hefur verið rekið af sveitarfélögum en ríkið hefur frá árinu 2011 veitt sérstakt kennsluframlag úr ríkissjóði á grundvelli samkomulags. „Niðurstaðan er sú og reynslan af þessu samkomulagi að til dæmis hér í Reykjavík þá standa skólarnir flestir hverjir frammi fyrir gjaldþroti. Og þetta hefur ekki reynst alveg eins og til var ætlast,” segir Illugi. Því þurfi að endurskoða kerfið og gera breytingar. Illugi segir starfshópinn nú hafa til skoðunar hvernig eigi að skipuleggja námið og hver aðkoma ríkisins yrði. „Við erum líka að skoða það í leiðinni hvort að það geti verið sniðugt, menningarlega séð og menntunarlega, að það væri einn skóli hér í Reykjavík sem að ríkið fjármagnaði. Sem væri á framhaldsstiginu og væri hugsaður fyrir þá nemendur sem ætluðu sér að leggja fyrir sig tónlist í lífinu sem atvinnumenn. Það væri skóli sem að bæði byði upp á rytmíska og klassíska deild,” segir Illugi. Þurfta ekki að flytja úr heimabyggðÍ fréttum Stöðvar 2 á sunnudaginn var talað við fimmtán ára dreng sem hefur stundað píanónám á Ísafirði í níu ár. Sagðist hann þurfa að flytja til Reykjavíkur yrðu hugmyndir Illuga um breytingar á skipulagi tónlistarnáms að veruleika. Illugi segir að tilkoma slíks tónlistarskóla í Reykjavík myndi ekki hreyfa við neinu sem er að gerast annars staðar á landinu. „Það er aldrei svo að fólk þurfi að flytja úr sinni heimabyggð til að koma til Reykjavíkur til að fara í nám, frekar en ef fólk bara vill gera það. Það er ekki hægt að banna fólki að gera það, en það á ekki að vera þannig að það sé rekið til þess. Áfram verður þetta nám í boði þar sem það er nú,” segir Illugi. Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Sjá meira
Menntamálaráðherra segir ekki rétt að nemendur komi til með að þurfa að flytja úr sinni heimabyggð til að stunda tónlistarnám. Þó sé nauðsynlegt að gera breytingar á fyrirkomulagi námsins enda standi margir tónlistarskólar frammi fyrir gjaldþroti. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, skipaði nýverið starfshóp með fulltrúum frá menntamálaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg til að útfæra breytingar á fjármögnun og skipulagi tónlistarnáms á framhaldsstigi. Námið hefur verið rekið af sveitarfélögum en ríkið hefur frá árinu 2011 veitt sérstakt kennsluframlag úr ríkissjóði á grundvelli samkomulags. „Niðurstaðan er sú og reynslan af þessu samkomulagi að til dæmis hér í Reykjavík þá standa skólarnir flestir hverjir frammi fyrir gjaldþroti. Og þetta hefur ekki reynst alveg eins og til var ætlast,” segir Illugi. Því þurfi að endurskoða kerfið og gera breytingar. Illugi segir starfshópinn nú hafa til skoðunar hvernig eigi að skipuleggja námið og hver aðkoma ríkisins yrði. „Við erum líka að skoða það í leiðinni hvort að það geti verið sniðugt, menningarlega séð og menntunarlega, að það væri einn skóli hér í Reykjavík sem að ríkið fjármagnaði. Sem væri á framhaldsstiginu og væri hugsaður fyrir þá nemendur sem ætluðu sér að leggja fyrir sig tónlist í lífinu sem atvinnumenn. Það væri skóli sem að bæði byði upp á rytmíska og klassíska deild,” segir Illugi. Þurfta ekki að flytja úr heimabyggðÍ fréttum Stöðvar 2 á sunnudaginn var talað við fimmtán ára dreng sem hefur stundað píanónám á Ísafirði í níu ár. Sagðist hann þurfa að flytja til Reykjavíkur yrðu hugmyndir Illuga um breytingar á skipulagi tónlistarnáms að veruleika. Illugi segir að tilkoma slíks tónlistarskóla í Reykjavík myndi ekki hreyfa við neinu sem er að gerast annars staðar á landinu. „Það er aldrei svo að fólk þurfi að flytja úr sinni heimabyggð til að koma til Reykjavíkur til að fara í nám, frekar en ef fólk bara vill gera það. Það er ekki hægt að banna fólki að gera það, en það á ekki að vera þannig að það sé rekið til þess. Áfram verður þetta nám í boði þar sem það er nú,” segir Illugi.
Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Sjá meira