Hafði mikinn áhuga á veikindum frænda síns Viktoría Hermannsdóttir og Ólöf Skaftadóttir skrifa 21. júní 2015 16:00 María Einisdóttir, Ólöf og Viktoría Vísir/Valli María Einisdóttir er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Hún var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. María ræðir um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. „Ég gat aldrei eiginlega hugsað mér nokkuð annað starf,“ segir María um þá ákvörðun að gerast hjúkrunarfræðingur. „Maður elst upp við ákveðnar sögur af sjálfum sér sem manni eru sagðar aftur og aftur. Þetta er saga sem gerðist þegar ég var ársgömul. Sagan er þannig að ég átti föðurbróður sem hét Ragnar, Raggi frændi. Hann átti við andleg vanheilindi að stríða, hann var með geðhvörf. Hann veiktist fyrst 13 ára gamall, síðan veikist hann þegar ég er ársgömul. Bróðir hans, sem er samt ekki pabbi minn, ákveður að fara með hann inn á Klepp. Ragnar er ekki ánægður með þessa ákvörðun þannig á leiðinni út úr bænum kippir hann í einhverja víra, það drepst á bílnum, hann tekur stökkið og hleypur heim til okkar. Mamma var alein heima, hún var að strauja og ég sat á gólfinu eins og klessa, afskaplega rólegt barn. Vær og góð. Mamma vissi ekkert hvað hún átti að gera við Ragga frænda, hann var svo æstur og ör og óðamála og vildi ekki fara á spítalann. Eina sem henni datt í hug var að taka mig upp og setja í fangið á honum. Við það róaðist Raggi, mamma fór í símann, hringdi í pabba i vinnuna, hann dreif sig heim og þá var Raggi frændi sallarólegur með litlu klessuna í fanginu. Þessa sögu er búið að segja mér milljón sinnum. Mér þótti vænt um þetta atvik. Þetta var svona valdeflandi saga fyrir unga stelpu. Síðan þegar Ragnar fór aftur í maníu þegar ég var 8 ára, 7 árum seinna þá hafði ég mjög mikinn áhuga á veikindum hans og var mjög virk við að hjálpa til. Mér fannst þetta mjög áhugavert, hann tók í nefið og pabbi sagði mér að það væri eitt af einkennunum að þegar hann væri ör þá tæki hann oftar í nefið. Ég tók að mér að telja skiptin per klukkutíma. Þetta var heilmikið verkefni,“ rifjar María upp og hlær. Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
María Einisdóttir er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Hún var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. María ræðir um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. „Ég gat aldrei eiginlega hugsað mér nokkuð annað starf,“ segir María um þá ákvörðun að gerast hjúkrunarfræðingur. „Maður elst upp við ákveðnar sögur af sjálfum sér sem manni eru sagðar aftur og aftur. Þetta er saga sem gerðist þegar ég var ársgömul. Sagan er þannig að ég átti föðurbróður sem hét Ragnar, Raggi frændi. Hann átti við andleg vanheilindi að stríða, hann var með geðhvörf. Hann veiktist fyrst 13 ára gamall, síðan veikist hann þegar ég er ársgömul. Bróðir hans, sem er samt ekki pabbi minn, ákveður að fara með hann inn á Klepp. Ragnar er ekki ánægður með þessa ákvörðun þannig á leiðinni út úr bænum kippir hann í einhverja víra, það drepst á bílnum, hann tekur stökkið og hleypur heim til okkar. Mamma var alein heima, hún var að strauja og ég sat á gólfinu eins og klessa, afskaplega rólegt barn. Vær og góð. Mamma vissi ekkert hvað hún átti að gera við Ragga frænda, hann var svo æstur og ör og óðamála og vildi ekki fara á spítalann. Eina sem henni datt í hug var að taka mig upp og setja í fangið á honum. Við það róaðist Raggi, mamma fór í símann, hringdi í pabba i vinnuna, hann dreif sig heim og þá var Raggi frændi sallarólegur með litlu klessuna í fanginu. Þessa sögu er búið að segja mér milljón sinnum. Mér þótti vænt um þetta atvik. Þetta var svona valdeflandi saga fyrir unga stelpu. Síðan þegar Ragnar fór aftur í maníu þegar ég var 8 ára, 7 árum seinna þá hafði ég mjög mikinn áhuga á veikindum hans og var mjög virk við að hjálpa til. Mér fannst þetta mjög áhugavert, hann tók í nefið og pabbi sagði mér að það væri eitt af einkennunum að þegar hann væri ör þá tæki hann oftar í nefið. Ég tók að mér að telja skiptin per klukkutíma. Þetta var heilmikið verkefni,“ rifjar María upp og hlær.
Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira