Lífið

Lengsta og flóknasta beina útsendingin á Íslandi frá upphafi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá lið frá Kríu, Vodafone, Nova og Wow en alls taka um 115 lið þátt.
Hér má sjá lið frá Kríu, Vodafone, Nova og Wow en alls taka um 115 lið þátt.
Stöð 2 hefur ákveðið að sýna frá WOW Cyclothon keppninni frá upphafi til enda og það í beinni stjónvarspútsendingu.

Útsending mun hefjast á Stöð 2 Sport klukkan 18.50 þriðjudaginn 23. júni og standa sleitulaust til fimmtudagsins 25. júní þegar fyrstu tíu manna liðin koma í mark.

Rikka og Sigga verða á ferðinnivísir
Teymið mun fylgja eftir 10 manna liðunum frá upphafi og taka þau tali á leiðinni, kanna stemningu í hópunum og heimsækja fylgdarbíla liðanna.

Útsendingin verður í um fjörutíu klukkustundir og er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hér á Vísi.

Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir ætla ferðast með Stöð 2 og fjalla um mótið.

Um er að ræða lengstu og flóknustu beinu útsendingu sem farin hefur verið í frá upphafi, þar sem öll nýjasta tækni verður notuð til þess að koma útsendingunni í skjái landsmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×