Formaður SÁÁ segir talskonu Rótarinnar sýna mikilmennsku og fordóma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2015 11:22 Frá Vogi. Vísir/E.Ól „Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona „kardó-gaur“ var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, í umræðu í hópnum Vinahópur SÁÁ. Tilefnið er föstudagsviðtal Fréttablaðsins við Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu Rótarinnar, þar sem hún lýsti heimsókn sinni á Vog fyrir átta árum þegar hún tók þá ákvörðun að leggja flöskunni. „Ég hringdi á þann stað sem mér datt fyrst í hug sem var Vogur og pantaði innlögn. Það var að koma sumar, þannig að ég tók stuttu útgáfuna. Viku á Vogi og 2 vikur á Vík. Ég tók allan pakkann og kláraði ársprógramm sem þá var í boði og mætti í eftirfylgni. Þetta nýttist mér ágætlega. Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka. Ég gat nýtt mér þessa hjálp mjög vel,“ segir Kristín. Hún setur þó spurningamerki við ýmislegt, meðal annars þá staðreynd að hún hafi verið í afvötnun á sama tíma og indæll eldri maður í sinni áttugustu heimsókn á Vog.Arnþór Jónsson, formaður SÁÁMinnir á gamaldagsviðhorf „Það var greinilega mat manna inn á Vogi að við, ég og þessi ágæti maður sem hafði viðurnefnið Kardó, þyrftum sömu meðferð. Svona eftir á að hyggja þá held ég að hvorugt okkar hafi þurft þessa meðferð sem við fengum. Ég held að Kardó hefði þurft B-vítamín sprautu og bað og kjötsúpu og hlýlega umönnun. Ég hefði sennilega komist af með göngudeildarmeðferð," útskýrir Kristín. Rótin stendur fyrir ráðstefnu í september um konur, fíkn, áföll og meðferð þar sem á dagskrá er önnur meðferðarrúrræði fyrir konur. Formaður SÁÁ segir ummæli Kristínar minna sig á gamaldagsviðhorf - mikilmennsku og fordóma - og tengir við myndbandið hér að neðan þar sem eldri hvít kona neitar að sitja við hliðina á ungum svörtum manni.Þá minnir Arnþór á að SÁÁ bjóði upp á kvennameðferð á Vík og vikulegan stuðning á göngudeild. Sú meðferð hafi verið í boði í tuttugu ár eða aftur til ársins 1995. Á heimasíðu SÁÁ kemur fram að af þeim 600 konum sem leiti að jafnaði árlega á Vog fari um 250 í kvennameðferð á Vík. Ein af þeim sem taka þátt í umræðum á þræðinum segist vel vera meðvituð um þessa meðferð og hún sé hið besta mál. Hins vegar sé gagnrýnisvert að afvötnunin sé ekki kynjaskipt. „Eins og við mörg vitum er margt sem truflar okkur þegar við erum veik nýkomin í afvötnun, ekki síst hitt kynið. Tilfinningasambönd hefjast og alls konar rugl sem getur endað illa.“ Arnþór segir málið ekkert snúast um það. „Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona "kardó-gaur" var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ segir formaðurinn. Tengdar fréttir „Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ Kristín I. Pálsdóttir missti fótanna á unglingsárum. 31. maí 2015 09:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
„Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona „kardó-gaur“ var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, í umræðu í hópnum Vinahópur SÁÁ. Tilefnið er föstudagsviðtal Fréttablaðsins við Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu Rótarinnar, þar sem hún lýsti heimsókn sinni á Vog fyrir átta árum þegar hún tók þá ákvörðun að leggja flöskunni. „Ég hringdi á þann stað sem mér datt fyrst í hug sem var Vogur og pantaði innlögn. Það var að koma sumar, þannig að ég tók stuttu útgáfuna. Viku á Vogi og 2 vikur á Vík. Ég tók allan pakkann og kláraði ársprógramm sem þá var í boði og mætti í eftirfylgni. Þetta nýttist mér ágætlega. Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka. Ég gat nýtt mér þessa hjálp mjög vel,“ segir Kristín. Hún setur þó spurningamerki við ýmislegt, meðal annars þá staðreynd að hún hafi verið í afvötnun á sama tíma og indæll eldri maður í sinni áttugustu heimsókn á Vog.Arnþór Jónsson, formaður SÁÁMinnir á gamaldagsviðhorf „Það var greinilega mat manna inn á Vogi að við, ég og þessi ágæti maður sem hafði viðurnefnið Kardó, þyrftum sömu meðferð. Svona eftir á að hyggja þá held ég að hvorugt okkar hafi þurft þessa meðferð sem við fengum. Ég held að Kardó hefði þurft B-vítamín sprautu og bað og kjötsúpu og hlýlega umönnun. Ég hefði sennilega komist af með göngudeildarmeðferð," útskýrir Kristín. Rótin stendur fyrir ráðstefnu í september um konur, fíkn, áföll og meðferð þar sem á dagskrá er önnur meðferðarrúrræði fyrir konur. Formaður SÁÁ segir ummæli Kristínar minna sig á gamaldagsviðhorf - mikilmennsku og fordóma - og tengir við myndbandið hér að neðan þar sem eldri hvít kona neitar að sitja við hliðina á ungum svörtum manni.Þá minnir Arnþór á að SÁÁ bjóði upp á kvennameðferð á Vík og vikulegan stuðning á göngudeild. Sú meðferð hafi verið í boði í tuttugu ár eða aftur til ársins 1995. Á heimasíðu SÁÁ kemur fram að af þeim 600 konum sem leiti að jafnaði árlega á Vog fari um 250 í kvennameðferð á Vík. Ein af þeim sem taka þátt í umræðum á þræðinum segist vel vera meðvituð um þessa meðferð og hún sé hið besta mál. Hins vegar sé gagnrýnisvert að afvötnunin sé ekki kynjaskipt. „Eins og við mörg vitum er margt sem truflar okkur þegar við erum veik nýkomin í afvötnun, ekki síst hitt kynið. Tilfinningasambönd hefjast og alls konar rugl sem getur endað illa.“ Arnþór segir málið ekkert snúast um það. „Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona "kardó-gaur" var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ segir formaðurinn.
Tengdar fréttir „Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ Kristín I. Pálsdóttir missti fótanna á unglingsárum. 31. maí 2015 09:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
„Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ Kristín I. Pálsdóttir missti fótanna á unglingsárum. 31. maí 2015 09:00