Allt að 138% verðmunur á kyndingarkostnaði með rafmagni Jóhann Óli EIðsson skrifar 1. júní 2015 13:38 vísir/vilhelm Lægsta rafmagnsverð landsins er á Akureyri en svo var það einnig í fyrra. Næst lægst er verðið í Vestmannaeyjum. Dýrast er raforkuverðið í dreifbýli hjá notendum Orkubús Vestfjarða en í fyrra var það hæst hjá RARIK í dreifbýli. Þetta er meðal þess sem kemur út í úttekt Orkustofnunar á kostnaði við raforkunotkun og húshitun. Úttektin var gerð fyrir Byggðastofnun. Hæsta verð í dreifbýli er allt að 47% hærra en lægsta verð í þéttbýli. Munurinn hefur minnkað eilítið frá árinu í fyrra en þá nam hann 51%. Í þéttbýli er hæsta verð 15% hærra en lægsta verð. Þegar kemur að húshitunarkostnaði er munurinn öllu meiri. Í dreifbýli er kyndingarkostnaðurinn sá sami á orkuveitusvæði RARIK í dreifbýli og hjá Orkubúi Vestfjarða, 203.015 krónur. Í þéttbýli er kostnaðurinn hæstur á Hólmavík en hann nemur tæplega tvöhundruðþúsund krónum. Lægsti húshitunarkostnaðurinn er í Hveragerði, 85.255 krónur, en í fyrra var hann lægstur á Sauðárkróki. Alls munar því 138% á hæsta verði í dreifbýli og því lægsta. Við útreikningana var miðað við eign sem er 140 fermetrar að flatarmáli og 350 rúmmetrar. Miðað var við gjaldskrá eins og hún var þann 1. apríl 2015. Notendur eru bundnir því að versla við dreifiveitur á sínu svæðum sem hafa sérleyfi á dreifingu og flutningi á raforku. Notendum virðist almennt ekki vera ljóst að þeim er heimilt að kaupa raforku af hvaða sölufyrirtæki sem þeir kunna að kjósa en þau eru nokkur og með mismunandi verð. Munurinn er í flestum tilvikum sáralítill, innan við 1%, en getur verið allt að fimm prósent. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Lægsta rafmagnsverð landsins er á Akureyri en svo var það einnig í fyrra. Næst lægst er verðið í Vestmannaeyjum. Dýrast er raforkuverðið í dreifbýli hjá notendum Orkubús Vestfjarða en í fyrra var það hæst hjá RARIK í dreifbýli. Þetta er meðal þess sem kemur út í úttekt Orkustofnunar á kostnaði við raforkunotkun og húshitun. Úttektin var gerð fyrir Byggðastofnun. Hæsta verð í dreifbýli er allt að 47% hærra en lægsta verð í þéttbýli. Munurinn hefur minnkað eilítið frá árinu í fyrra en þá nam hann 51%. Í þéttbýli er hæsta verð 15% hærra en lægsta verð. Þegar kemur að húshitunarkostnaði er munurinn öllu meiri. Í dreifbýli er kyndingarkostnaðurinn sá sami á orkuveitusvæði RARIK í dreifbýli og hjá Orkubúi Vestfjarða, 203.015 krónur. Í þéttbýli er kostnaðurinn hæstur á Hólmavík en hann nemur tæplega tvöhundruðþúsund krónum. Lægsti húshitunarkostnaðurinn er í Hveragerði, 85.255 krónur, en í fyrra var hann lægstur á Sauðárkróki. Alls munar því 138% á hæsta verði í dreifbýli og því lægsta. Við útreikningana var miðað við eign sem er 140 fermetrar að flatarmáli og 350 rúmmetrar. Miðað var við gjaldskrá eins og hún var þann 1. apríl 2015. Notendur eru bundnir því að versla við dreifiveitur á sínu svæðum sem hafa sérleyfi á dreifingu og flutningi á raforku. Notendum virðist almennt ekki vera ljóst að þeim er heimilt að kaupa raforku af hvaða sölufyrirtæki sem þeir kunna að kjósa en þau eru nokkur og með mismunandi verð. Munurinn er í flestum tilvikum sáralítill, innan við 1%, en getur verið allt að fimm prósent.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira