Innlent

Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. Vísir
Konurnar tvær sem handteknar voru í aðgerðum lögreglunnar á föstudag vegna fjárkúgunartilraunar á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra eru systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand.



Hvorki hefur náðst í Malín né Hlín, fyrrverandi ritstjóra Bleikt.is, vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá Morgunblaðinu, þar sem Malín starfar sem bílablaðamaður, er hún komin í leyfi frá störfum til 1. ágúst næstkomandi.

Sjá einnig: Reyndu að kúga fé út úr Sigmundi Davíð



Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna ella yrðu upplýsingar sem áttu að vera viðkvæmar fyrir forsætisráðherra gerðar opinberar.



Málið var umsvifalaust tilkynnt lögreglu sem réðist í umfangsmiklar aðgerðir á föstudag sem leiddu til handtöku systranna.



Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru hvorki Malín né Hlín í haldi lögreglunnar.

Jóhannes Þór Skúlason, vill ekkert gefa uppi um málið og segir að ráðuneytið muni ekki tjá sig um öryggismál ráðherra. 

Click here for an English version



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×