Enski boltinn

Cleverley endurnýjar kynnin við Martínez

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cleverley fékk oft mikla gagnrýni þegar hann spilaði með Manchester United.
Cleverley fékk oft mikla gagnrýni þegar hann spilaði með Manchester United. vísir/getty
Everton hefur gert samkomulag við enska miðjumanninn Tom Cleverley.

Cleverley kemur á frjálsri sölu frá Manchester United en samningur hans við félagið rennur út um næstu mánaðarmót. Hann skrifaði undir fimm ára samning við Everton.

Cleverley, sem er 25 ára, lék sem lánsmaður með Aston Villa á nýafstöðnu tímabili.

Hann þekkir vel til Roberto Martínez, knattspyrnustjóra Everton, en þeir störfuðu saman þegar Cleverley lék sem lánsmaður með Wigan Athletic tímabilið 2010-11.

Cleverley lék alls 79 leiki með Manchester United og skoraði í þeim fimm mörk. Hann varð Englandsmeistari með liðinu vorið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×