"Þessi nefnd hefur ekki verið skipuð svo lengi sem elstu menn muna“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2015 13:37 Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður samtakanna. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að skipa sérstaka sáttanefnd í kjaradeilu félags hjúkrunarfræðinga og BHM við ríkið. Forsvarsmenn þessara félaga voru boðaðir á fund í velferðarráðuneytinu í morgun þar sem þessi ákvörðun var kynnt. Ólafur G. Skúlason er formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Það var farið gróflega yfir þessa sáttanefnd og þau ákvæði laga sem heimila þessa sáttanefnd. Það hefur lítið reynt á þetta ákvæði og tugir ára síðan slík nefnd var við störf. Við fengum staðfestingu á því að þessi nefnd hefur sömu heimildir og ríkissáttasemjari hefur nema með aðkomu fleirri,“ sagði Ólafur en hann sagði félagið ekki hafa tekið afstöðu til þessara hugmynda. Heimild til að skipa sáttanefnd er að finna í lögum frá árinu 1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Í lögunum er ekki kveðið á hlutverk nefndarinnar eða hvernig hún er skipuð. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir félagið taka afstöðu til málsins þegar það hefur verið sett fram með skýrari hætti. Það sé algjörlega óljóst hvað felist í skipan slíkrar nefndar. „Þessi nefnd hefur ekki verið skipuð svo lengi sem elstu menn muna,“ sagði Páll í hádegisfréttum Bylgjunnar og sagði BHM vilja fá það með skriflegum hætti hvaða þýðingu það hefur að skipa slíka nefnd. Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð til norðurs Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að skipa sérstaka sáttanefnd í kjaradeilu félags hjúkrunarfræðinga og BHM við ríkið. Forsvarsmenn þessara félaga voru boðaðir á fund í velferðarráðuneytinu í morgun þar sem þessi ákvörðun var kynnt. Ólafur G. Skúlason er formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Það var farið gróflega yfir þessa sáttanefnd og þau ákvæði laga sem heimila þessa sáttanefnd. Það hefur lítið reynt á þetta ákvæði og tugir ára síðan slík nefnd var við störf. Við fengum staðfestingu á því að þessi nefnd hefur sömu heimildir og ríkissáttasemjari hefur nema með aðkomu fleirri,“ sagði Ólafur en hann sagði félagið ekki hafa tekið afstöðu til þessara hugmynda. Heimild til að skipa sáttanefnd er að finna í lögum frá árinu 1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Í lögunum er ekki kveðið á hlutverk nefndarinnar eða hvernig hún er skipuð. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir félagið taka afstöðu til málsins þegar það hefur verið sett fram með skýrari hætti. Það sé algjörlega óljóst hvað felist í skipan slíkrar nefndar. „Þessi nefnd hefur ekki verið skipuð svo lengi sem elstu menn muna,“ sagði Páll í hádegisfréttum Bylgjunnar og sagði BHM vilja fá það með skriflegum hætti hvaða þýðingu það hefur að skipa slíka nefnd.
Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð til norðurs Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira