Enski boltinn

Gylfi kosinn fram yfir Silva, Eriksen og Oscar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi fagnar marki með Swansea.
Gylfi fagnar marki með Swansea. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson var valinn besti sókndjarfi miðjumaðurinn af fylgjendum ensku úrvalsdeildarinnar á Twitter, en þetta birtist í gær.

Undanfarnar vikur hefur verið kosið einn leikmann í hverja stöðu og svo var komið að því að kjósa besta sókndjarfa miðjumanninn

Kjörið stóð á milli David Silva hjá Manchester City, Christian Eriksen hjá Tottenham, Stewart Downing hjá West Ham, Oscar hjá Chelsea auk Gylfa.

Gylfi endaði með 39% kosningu, en næstur kom Silva með 36%. Oscar var með 10% kosningu, Downing 8%, Eriksen 7%.

Hafnfirðingurinn átti afar gott tímabil fyrir Swansea sem náði sínum besta árangri, en hann skoraði sjö mörk auk þess að leggja upp tíu mörk.

Hann verður að sjálfsögðu í eldlínunni á föstudag þegar Ísland mætir Tékklandi í gífurlega mikilvægum leik í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi sumarið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×