Segir marga misskilja færslu sína um sjómenn Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júní 2015 11:56 Færsla Hildar hefur vakið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlum. „Mér finnst þetta ótrúlega leiðinlegt og fjarlægði þetta strax í gær þegar ég áttaði mig á því hversu margir misskildu mig og að ég var ekki í aðstöðu til að útskýra þetta. Ég er það ekki heldur núna,“ segir Hildur Lilliendahl Viggósdóttir í samtali við Vísi um Facebook-færslu sem hún birti í tilefni sjómannadagsins. Þar sagði Hildur: „Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar. Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu.“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Í hópnum Beauty tips á Facebook hefur skapast mikil umræða um færsluna en athugasemdirnar um hana þar eru nú á fjórða hundrað og sitt sýnist hverjum.Færsla Hildar.„Það eru ofbeldismenn í öllum vinnustéttum. Ekkert meira í sjómannastétt en annari. Framhjáhald kvenna er heldur ekkert stétta eða þjóðfélagsstöðubundið,“ segir ein. Önnur tekur upp hanskann fyrir Hildi. „Það getur vel verið að þetta hafi verið óþarfi, en þetta er samt ekki alhæfing, ekki verið að skella skuldinni á heila stétt og almennt ekki verið að gera neitt af því sem margar hafa fabúlerað hér. Þið eruð að lesa allt, allt of mikið út úr þessu.“ Færsla Hildar hefur þá einnig fengið töluverða dreifingu, á Facebook jafnt sem Twitter.Sjá einnig:Ris og fall Hildar Lilliendahl Hildur segir það hafa verið flóknara en hún gerði ráð fyrir útskýra hvað hún átti við –„og fólk tók þetta nærri sér, sem var ekki ætlunin mín,“ bætti hún við. Hún hafi því ákveðið að fjarlægja færsluna í von um að hún tæki ekki athyglina frá þeirri umræðu sem skapaðist í kringum bréf hennar til landlæknis og Vísir greindi frá í gær. Í bréfinu lýsti hún reynslu sinni af heimsókn til kvensjúkdómalæknis sem hún fór til fyrir níu árum. Heimsóknin var vond reynsla fyrir Hildi, henni þótti hún niðurlægð og berskjölduð. „Ég vil alls ekki að þetta taki athyglina frá hinu málinu eða skemmi þá umræðu frekar, sem er gríðarlega mikilvæg og er í þessum töluðu orðum að hafa áþreifanleg áhrif á líf fjölda kvenna með sömu reynslu,“ segir Hildur. Tengdar fréttir Ris og fall Hildar Lilliendahl Síðustu ár hefur Hildur verið áberandi fyrir femíníska baráttu og unnið til verðlauna. Fréttablaðið tók saman ferilinn. 1. mars 2014 00:01 Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur Svar Friðgeirs Sveinssonar við Fésbókarfærslu Hildar Lilliendahl í tilefni Sjómannadagsins hefur vakið mikla athygli. 8. júní 2015 21:59 Birtir bréf sitt til landlæknis: Niðurlægð og berskjölduð eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni Hildur Lilliendahl deilir sögu sinni. "Nálægð andlits við kynfæri var svo mikil að mér var í öll skiptin verulega brugðið; ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum og upp við kynfærin.“ 7. júní 2015 15:42 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Mér finnst þetta ótrúlega leiðinlegt og fjarlægði þetta strax í gær þegar ég áttaði mig á því hversu margir misskildu mig og að ég var ekki í aðstöðu til að útskýra þetta. Ég er það ekki heldur núna,“ segir Hildur Lilliendahl Viggósdóttir í samtali við Vísi um Facebook-færslu sem hún birti í tilefni sjómannadagsins. Þar sagði Hildur: „Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar. Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu.“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Í hópnum Beauty tips á Facebook hefur skapast mikil umræða um færsluna en athugasemdirnar um hana þar eru nú á fjórða hundrað og sitt sýnist hverjum.Færsla Hildar.„Það eru ofbeldismenn í öllum vinnustéttum. Ekkert meira í sjómannastétt en annari. Framhjáhald kvenna er heldur ekkert stétta eða þjóðfélagsstöðubundið,“ segir ein. Önnur tekur upp hanskann fyrir Hildi. „Það getur vel verið að þetta hafi verið óþarfi, en þetta er samt ekki alhæfing, ekki verið að skella skuldinni á heila stétt og almennt ekki verið að gera neitt af því sem margar hafa fabúlerað hér. Þið eruð að lesa allt, allt of mikið út úr þessu.“ Færsla Hildar hefur þá einnig fengið töluverða dreifingu, á Facebook jafnt sem Twitter.Sjá einnig:Ris og fall Hildar Lilliendahl Hildur segir það hafa verið flóknara en hún gerði ráð fyrir útskýra hvað hún átti við –„og fólk tók þetta nærri sér, sem var ekki ætlunin mín,“ bætti hún við. Hún hafi því ákveðið að fjarlægja færsluna í von um að hún tæki ekki athyglina frá þeirri umræðu sem skapaðist í kringum bréf hennar til landlæknis og Vísir greindi frá í gær. Í bréfinu lýsti hún reynslu sinni af heimsókn til kvensjúkdómalæknis sem hún fór til fyrir níu árum. Heimsóknin var vond reynsla fyrir Hildi, henni þótti hún niðurlægð og berskjölduð. „Ég vil alls ekki að þetta taki athyglina frá hinu málinu eða skemmi þá umræðu frekar, sem er gríðarlega mikilvæg og er í þessum töluðu orðum að hafa áþreifanleg áhrif á líf fjölda kvenna með sömu reynslu,“ segir Hildur.
Tengdar fréttir Ris og fall Hildar Lilliendahl Síðustu ár hefur Hildur verið áberandi fyrir femíníska baráttu og unnið til verðlauna. Fréttablaðið tók saman ferilinn. 1. mars 2014 00:01 Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur Svar Friðgeirs Sveinssonar við Fésbókarfærslu Hildar Lilliendahl í tilefni Sjómannadagsins hefur vakið mikla athygli. 8. júní 2015 21:59 Birtir bréf sitt til landlæknis: Niðurlægð og berskjölduð eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni Hildur Lilliendahl deilir sögu sinni. "Nálægð andlits við kynfæri var svo mikil að mér var í öll skiptin verulega brugðið; ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum og upp við kynfærin.“ 7. júní 2015 15:42 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Ris og fall Hildar Lilliendahl Síðustu ár hefur Hildur verið áberandi fyrir femíníska baráttu og unnið til verðlauna. Fréttablaðið tók saman ferilinn. 1. mars 2014 00:01
Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur Svar Friðgeirs Sveinssonar við Fésbókarfærslu Hildar Lilliendahl í tilefni Sjómannadagsins hefur vakið mikla athygli. 8. júní 2015 21:59
Birtir bréf sitt til landlæknis: Niðurlægð og berskjölduð eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni Hildur Lilliendahl deilir sögu sinni. "Nálægð andlits við kynfæri var svo mikil að mér var í öll skiptin verulega brugðið; ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum og upp við kynfærin.“ 7. júní 2015 15:42