„Elsku Skagafjörður, fyrirgefðu“ Bjarki Ármannsson skrifar 30. maí 2015 12:18 Birgitta Jónsdóttir þingmaður verður við beiðni sveitarfélagsins Skagafjarðar um afsökunarbeiðni. Vísir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, biður sveitarfélagið Skagafjörð og íbúa þess opinberlega afsökunar á Facebook-síðu sinni í dag. Hún endurbirtir þar stuttan pistil sem hún birti fyrst þann 17. maí síðastliðinn þar sem hún segist elska Skagafjörð, en líkt og greint var frá í gær samþykkti byggðarráð Skagafjarðar ályktun um að krefja Birgittu um opinbera afsökunarbeiðni á ummælum sínum sem féllu fyrr í mánuðinum. Birgitta birti þá á síðu sinni frétt Stundarinnar sem ber heitið „Skagfirsku áhrifin á viðræðuslitin við ESB“,“ Í henni er fjallað um tengsl Gunnar Braga Sveinssonar utanríkisráðherra við Kaupfélag Skagfirðinga og mögulega hagsmuni kaupfélagsins af því að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Við fréttina skrifaði Birgitta „Skagafjörður er Sikiley Íslands.“Skagafjörður er Sikiley Íslands.Posted by Birgitta Jónsdóttir on 14. maí 2015Þótti augljóst að Birgitta væri hér að vísa til sikileysku mafíunnar, skipulagðra glæpasamtaka sem flestir kannast við. Þessi ummæli féllu sumstaðar í grýttan jarðveg, meðal annars hjá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyja, sem skrifaði pistil um málið þar sem hann sagði ummæli Birgittu ekki boðleg. Þremur dögum eftir að Birgitta lét Sikileyjarummælin falla skrifaði hún á síðu sína að hún hafi ekki ætlað að særa neinn né móðga og útskýrði myndlíkingu sína betur. „Ísland er eins og Sikiley Norðursins eða Stóra Sikiley, nema hér er enginn myrtur með skotvopnum, heldur eru þeir sem fara gegn mafíunni sem eru stundum kölluð Kolkrabbinn, mannorðsmyrtir eða útskúfaðir,“ skrifaði hún í pistlinum sem hún endurbirtir nú í dag. Þrátt fyrir þetta krafðist byggðaráð afsökunarbeiðni á fundinum í gær og sagði það „með öllu ólíðandi og óverjandi“ að þingmaður gæfi í skyn að Skagafjörður væri mafíusamfélag. Jafnframt segir í ályktuninni að ummæli hennar lýsi skilningsleysi á stöðu landsbyggðarinnar til viðhalds og uppbyggingar á atvinnu- og mannlífi. „Ég hélt að ég hefði beðist forláts á orðum mínum með greininni en hef ekki kveðið nægilega fast að orði,“ skrifar Birgitta svo í dag. „En hér kemur það hreint og beint: Elsku Skagafjörður og allt fólkið sem þar býr: Fyrirgefðu! <3“Hún endurbirtir svo pistilinn sinn þar sem hún greinir meðal annars frá fjölskyldutengslum sínum við svæðið og viðurkennir að hún kalli Reykjavík stundum „Sódómu“ þegar ástandið á miðbænum er slæmt snemma morguns. Þó elski hún vissulega Reykjavík.Ég elska Skagafjörð. Amma mín fæddist og ólst upp á Reykjum á Reykjaströnd og fjörðurinn skartar bæði fallegu mannlífi...Posted by Birgitta Jónsdóttir on 17. maí 2015 Tengdar fréttir Sveitarfélag Skagafjarðar krefst opinberrar afsökunarbeiðni frá Birgittu Segja það með öllu ólíðandi og óverjandi að þingmaður gefi það í skyn að Skagafjörður sé mafíusamfélag sem þrífist á glæpum og glæpatengdri starfsemi. 29. maí 2015 23:20 KS ekki viðurstyggileg glæpasamtök Elliði Vignisson telur grafalvarlegt að líkja Kaupfélagi Skagfirðinga við sikileysku mafíuna. 18. maí 2015 10:14 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, biður sveitarfélagið Skagafjörð og íbúa þess opinberlega afsökunar á Facebook-síðu sinni í dag. Hún endurbirtir þar stuttan pistil sem hún birti fyrst þann 17. maí síðastliðinn þar sem hún segist elska Skagafjörð, en líkt og greint var frá í gær samþykkti byggðarráð Skagafjarðar ályktun um að krefja Birgittu um opinbera afsökunarbeiðni á ummælum sínum sem féllu fyrr í mánuðinum. Birgitta birti þá á síðu sinni frétt Stundarinnar sem ber heitið „Skagfirsku áhrifin á viðræðuslitin við ESB“,“ Í henni er fjallað um tengsl Gunnar Braga Sveinssonar utanríkisráðherra við Kaupfélag Skagfirðinga og mögulega hagsmuni kaupfélagsins af því að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Við fréttina skrifaði Birgitta „Skagafjörður er Sikiley Íslands.“Skagafjörður er Sikiley Íslands.Posted by Birgitta Jónsdóttir on 14. maí 2015Þótti augljóst að Birgitta væri hér að vísa til sikileysku mafíunnar, skipulagðra glæpasamtaka sem flestir kannast við. Þessi ummæli féllu sumstaðar í grýttan jarðveg, meðal annars hjá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyja, sem skrifaði pistil um málið þar sem hann sagði ummæli Birgittu ekki boðleg. Þremur dögum eftir að Birgitta lét Sikileyjarummælin falla skrifaði hún á síðu sína að hún hafi ekki ætlað að særa neinn né móðga og útskýrði myndlíkingu sína betur. „Ísland er eins og Sikiley Norðursins eða Stóra Sikiley, nema hér er enginn myrtur með skotvopnum, heldur eru þeir sem fara gegn mafíunni sem eru stundum kölluð Kolkrabbinn, mannorðsmyrtir eða útskúfaðir,“ skrifaði hún í pistlinum sem hún endurbirtir nú í dag. Þrátt fyrir þetta krafðist byggðaráð afsökunarbeiðni á fundinum í gær og sagði það „með öllu ólíðandi og óverjandi“ að þingmaður gæfi í skyn að Skagafjörður væri mafíusamfélag. Jafnframt segir í ályktuninni að ummæli hennar lýsi skilningsleysi á stöðu landsbyggðarinnar til viðhalds og uppbyggingar á atvinnu- og mannlífi. „Ég hélt að ég hefði beðist forláts á orðum mínum með greininni en hef ekki kveðið nægilega fast að orði,“ skrifar Birgitta svo í dag. „En hér kemur það hreint og beint: Elsku Skagafjörður og allt fólkið sem þar býr: Fyrirgefðu! <3“Hún endurbirtir svo pistilinn sinn þar sem hún greinir meðal annars frá fjölskyldutengslum sínum við svæðið og viðurkennir að hún kalli Reykjavík stundum „Sódómu“ þegar ástandið á miðbænum er slæmt snemma morguns. Þó elski hún vissulega Reykjavík.Ég elska Skagafjörð. Amma mín fæddist og ólst upp á Reykjum á Reykjaströnd og fjörðurinn skartar bæði fallegu mannlífi...Posted by Birgitta Jónsdóttir on 17. maí 2015
Tengdar fréttir Sveitarfélag Skagafjarðar krefst opinberrar afsökunarbeiðni frá Birgittu Segja það með öllu ólíðandi og óverjandi að þingmaður gefi það í skyn að Skagafjörður sé mafíusamfélag sem þrífist á glæpum og glæpatengdri starfsemi. 29. maí 2015 23:20 KS ekki viðurstyggileg glæpasamtök Elliði Vignisson telur grafalvarlegt að líkja Kaupfélagi Skagfirðinga við sikileysku mafíuna. 18. maí 2015 10:14 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Sveitarfélag Skagafjarðar krefst opinberrar afsökunarbeiðni frá Birgittu Segja það með öllu ólíðandi og óverjandi að þingmaður gefi það í skyn að Skagafjörður sé mafíusamfélag sem þrífist á glæpum og glæpatengdri starfsemi. 29. maí 2015 23:20
KS ekki viðurstyggileg glæpasamtök Elliði Vignisson telur grafalvarlegt að líkja Kaupfélagi Skagfirðinga við sikileysku mafíuna. 18. maí 2015 10:14