99 ástæður til byltingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. maí 2015 22:14 „Smá rigning ætti ekki að stöðva byltinguna,“ segir Sara Elísa Þórðardóttir skipuleggjandi. VISIR/VALLI „Það er mjög eldfimt ástand í þjóðfélaginu, fólk hefur þörf fyrir að fá rödd sína heyrða og við ætlum að láta í okkur heyra,“ segir Sara Elísa Þórðardóttir sem stendur að baki mótmælum á Austurvelli á morgun. Alls hafa liðlega 6000 manns boðað komu sína á mótmælin en Sara telur þann mikla fjölda útskýrast af gríðarlegri óánægju í samfélaginu.Mótmælendur hafa í það heila greint frá 99 ástæðum sem réttlæta byltingu.„Þessi ólga virðist liggja í öllum hornum, krókum og kimum samfélagsins. Það eru harðar launadeilur í gangi, það er brotið gegn rammáætlun í hvívetna, stjórnvöld eru að valda óafturkræfum skaða á daglegum basís og ástandið er einfaldlega mjög eldfimt,“ segir Sara og bendir á að á Facebook-síðu mótmælanna hafi fólk tilgreint 99 ástæður fyrir byltingu. Þrátt fyrir að mótmælin hafi enga formlega yfirskrift segir Sara að krafan sé skýr – að núverandi ríkisstjórn fari frá völdum. „Þó svo að það sé kannski ekki raunsætt þá eru það samt okkar skýlausu skilaboð sem og krafan um gagngerar kerfisbreytingar. Því þó svo að það komi nýtt fólk inn þá er kerfið sem við búum við ennþá meingallað. Það er er ekkert verið að gera í þessum málum og það þarf aktíva vinnu til að breyta því,“ segir Sara. Mótmælunum, sem hefjast klukkan 17 á morgun, verður stýrt af Söru en auk hennar munu þrír ræðumenn taka til máls og þá verða einnig tónlistaratriði til að brjóta upp dagskrána. Sara hvetur fólk að koma með lykla eða hvað það sem fólk telur geta myndað hávaða og að klæða sig vel, það sé spáð hráslagalegu veðri; sjö stiga hita og súld. „Smá rigning ætti ekki að stöðva byltinguna,“ segir Sara Elísa Þórðardóttir. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ Sjá meira
„Það er mjög eldfimt ástand í þjóðfélaginu, fólk hefur þörf fyrir að fá rödd sína heyrða og við ætlum að láta í okkur heyra,“ segir Sara Elísa Þórðardóttir sem stendur að baki mótmælum á Austurvelli á morgun. Alls hafa liðlega 6000 manns boðað komu sína á mótmælin en Sara telur þann mikla fjölda útskýrast af gríðarlegri óánægju í samfélaginu.Mótmælendur hafa í það heila greint frá 99 ástæðum sem réttlæta byltingu.„Þessi ólga virðist liggja í öllum hornum, krókum og kimum samfélagsins. Það eru harðar launadeilur í gangi, það er brotið gegn rammáætlun í hvívetna, stjórnvöld eru að valda óafturkræfum skaða á daglegum basís og ástandið er einfaldlega mjög eldfimt,“ segir Sara og bendir á að á Facebook-síðu mótmælanna hafi fólk tilgreint 99 ástæður fyrir byltingu. Þrátt fyrir að mótmælin hafi enga formlega yfirskrift segir Sara að krafan sé skýr – að núverandi ríkisstjórn fari frá völdum. „Þó svo að það sé kannski ekki raunsætt þá eru það samt okkar skýlausu skilaboð sem og krafan um gagngerar kerfisbreytingar. Því þó svo að það komi nýtt fólk inn þá er kerfið sem við búum við ennþá meingallað. Það er er ekkert verið að gera í þessum málum og það þarf aktíva vinnu til að breyta því,“ segir Sara. Mótmælunum, sem hefjast klukkan 17 á morgun, verður stýrt af Söru en auk hennar munu þrír ræðumenn taka til máls og þá verða einnig tónlistaratriði til að brjóta upp dagskrána. Sara hvetur fólk að koma með lykla eða hvað það sem fólk telur geta myndað hávaða og að klæða sig vel, það sé spáð hráslagalegu veðri; sjö stiga hita og súld. „Smá rigning ætti ekki að stöðva byltinguna,“ segir Sara Elísa Þórðardóttir.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ Sjá meira