Lífið

Channing Tatum í jöklaskoðun á Íslandi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Channing Tatum
Channing Tatum vísir/getty
Bandaríski leikarinn Channing Tatum er staddur hér á landi en hann lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun. Þessi 35 ára leikari er þekktur fyrir að hafa leikið í myndum á borð við Coach Carter, Step Up, 21 Jump Street og Magic Mike svo aðeins fáar séu nefndar.



Það var mbl.is sem greindi frá málinu en áður hafði bílaleigustarfsmaðurinn Marteinn Urbancic birt mynd af Tatum á Twitter-síðu sinni. Samkvæmt honum ætlar Tatum að dvelja hér í viku og skoða jökla ásamt þremur ferðafélögum sínum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×