Lífið

Sjáðu seinni æfingu Maríu í Wiener Stadthalle

Bjarki Ármannsson skrifar
Önnur æfing íslenska Eurovision-hópsins á stóra sviðinu í Vín er að baki og ef marka má viðbrögð Eurovison-nörda á Twitter, heppnaðist hún mun betur en sú fyrri. Sérfræðingarnir að baki síðunni Eurovoix fylgdust til að mynda með öllum atriðunum sem æfðu í dag en á síðunni segja þeir flutning lagsins fallegan og að Ísland ætti ekki að eiga í vandræðum með að komast áfram á lokakvöldið.

Flutning Maríu Ólafsdóttur á laginu Unbroken í Wiener Stadthalle í dag má sjá hér að ofan en heyra má lófatak úr sal að því loknu. Felix Bergsson leikari, sem staddur er með hópnum í Austurríki, er meðal þeirra sem tjá sig um frammistöðu Maríu og segir hana „massa“ þetta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×