Lögregla kölluð til vegna mótmælanda á tónleikum Hinsegin kórsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2015 18:23 Hinsegin kórinn birti meðfylgjandi mynd á Facebook-síðu sinni. Hinsegin kórinn hélt árlega vortónleika sína í Seltjarnarneskirkju í gær. Tónleikarnir gengu vel að sögn Gunnlaugs Braga Björnssonar formanns sem bætir þó við að eitt atvik hafi varpað skugga á þá „fölskvalausu gleði“ sem einkenni tónleika kórsins. Hinsegin kórinn flaggaði regnbogafánanum við kirkjuna sem fór öfugt ofan í mann um þrítugt. Þegar kórinn hafði lokið upphitun sinni, um klukkustund áður en tónleikarnir áttu að hefjast, mætti maðurinn í anddyrið, gaf sig á tal við kórfélaga og spurði þá ýmissa óþægilegra spurninga að því er segir í tilkynningu sem Gunnlaugur sendi út fyrir hönd kórsins. „Maðurinn lýsti því yfir að það væri ekki boðlegt að flagga regnbogafána við íslenska kirkju enda væri biblían skýr í afstöðu sinni til hinsegin fólks,“ segir Gunnlaugur.Hef ekkert á móti fólki eins og ykkur en... „Líkt og algengt er þegar ausið er úr fordómaskálunum tilkynnti maðurinn að hann hefði „ekkert á móti svona fólki eins og ykkur“ en fáninn yrði að fara niður og að í raun ætti félagsskapur sem okkar ekkert erindi í þetta hús.“ Starfsmenn kirkjunnar lögðu til að fjarlægja fánann enda ekki venjan að flagga fánum á borð við þennan á fánastöng kirkjunnar. Eftir samtal við sóknarprestinn fékk kórinn hins vegar leyfi til að hafa fánann uppi fram yfir tónleika. „Hinsegin kórinn hefur haldið tónleika vítt og breitt, þar á meðal í ýmsum kirkjum og í öllum tilfellum flaggað regnbogafána í tilefni tónleika.“Kölluðu til lögreglu Þar með var sagan ekki búinn því maðurinn var allt annað en sáttur við þessa niðurstöðu. „Hinn sjálfskipaði siðferðisvörður tók þeirri ákvörðun prestsins þó ekki vel, heldur hóf aðgerðir til að fjarlægja og stela fána kórsins. Nokkur fjöldi fólks fylgdist með aðförinni, bæði kórfélagar, tónleikagestir og íbúar nærliggjandi húsa.“ Gunnlaugur segir að þegar ljóst var að viðkomandi myndi ekki láta af hegðun sinni, yfirlýsingum og dónaskap í garð kórfélaga hafi lögregla verið kölluð til. „Hún brást hratt og vel við, fjarlægði viðkomandi og óskaði kórfélögum góðs gengis á tónleikunum,“ segir Gunnlaugur og þakkar lögreglunni kærlega fyrir aðstoðina. Kórinn hafi svo skilið fánann eftir sem gjöf til kirkjunnar. Vonast hann og félagar hans í kórnum til þess að fánanum verði flaggað sem oftast í þágu mannréttinda og margbreytileika. „Það eru atvik sem þessi sem minna okkur á að baráttunni er ekki lokið. Hinsegin fólk verður enn fyrir aðkasti og mismunun í íslensku samfélagi þó að lagaleg staða þess sé afar góð. Það eru svona einstaklingar sem sýna okkur hvers vegna félagsskapur á borð við Hinsegin kórinn er nauðsynlegur. Saman vinnum við að betri heimi og sköpum smám saman samfélagslegt jafnrétti fyrir alla.“Tilkynning frá Hinsegin kórnum.Vortónleikar okkar fóru fram í Seltjarnarneskirkju í gær, laugardaginn 16. maí. Tó...Posted by Hinsegin kórinn - Reykjavík Queer Choir on Sunday, May 17, 2015 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Hinsegin kórinn hélt árlega vortónleika sína í Seltjarnarneskirkju í gær. Tónleikarnir gengu vel að sögn Gunnlaugs Braga Björnssonar formanns sem bætir þó við að eitt atvik hafi varpað skugga á þá „fölskvalausu gleði“ sem einkenni tónleika kórsins. Hinsegin kórinn flaggaði regnbogafánanum við kirkjuna sem fór öfugt ofan í mann um þrítugt. Þegar kórinn hafði lokið upphitun sinni, um klukkustund áður en tónleikarnir áttu að hefjast, mætti maðurinn í anddyrið, gaf sig á tal við kórfélaga og spurði þá ýmissa óþægilegra spurninga að því er segir í tilkynningu sem Gunnlaugur sendi út fyrir hönd kórsins. „Maðurinn lýsti því yfir að það væri ekki boðlegt að flagga regnbogafána við íslenska kirkju enda væri biblían skýr í afstöðu sinni til hinsegin fólks,“ segir Gunnlaugur.Hef ekkert á móti fólki eins og ykkur en... „Líkt og algengt er þegar ausið er úr fordómaskálunum tilkynnti maðurinn að hann hefði „ekkert á móti svona fólki eins og ykkur“ en fáninn yrði að fara niður og að í raun ætti félagsskapur sem okkar ekkert erindi í þetta hús.“ Starfsmenn kirkjunnar lögðu til að fjarlægja fánann enda ekki venjan að flagga fánum á borð við þennan á fánastöng kirkjunnar. Eftir samtal við sóknarprestinn fékk kórinn hins vegar leyfi til að hafa fánann uppi fram yfir tónleika. „Hinsegin kórinn hefur haldið tónleika vítt og breitt, þar á meðal í ýmsum kirkjum og í öllum tilfellum flaggað regnbogafána í tilefni tónleika.“Kölluðu til lögreglu Þar með var sagan ekki búinn því maðurinn var allt annað en sáttur við þessa niðurstöðu. „Hinn sjálfskipaði siðferðisvörður tók þeirri ákvörðun prestsins þó ekki vel, heldur hóf aðgerðir til að fjarlægja og stela fána kórsins. Nokkur fjöldi fólks fylgdist með aðförinni, bæði kórfélagar, tónleikagestir og íbúar nærliggjandi húsa.“ Gunnlaugur segir að þegar ljóst var að viðkomandi myndi ekki láta af hegðun sinni, yfirlýsingum og dónaskap í garð kórfélaga hafi lögregla verið kölluð til. „Hún brást hratt og vel við, fjarlægði viðkomandi og óskaði kórfélögum góðs gengis á tónleikunum,“ segir Gunnlaugur og þakkar lögreglunni kærlega fyrir aðstoðina. Kórinn hafi svo skilið fánann eftir sem gjöf til kirkjunnar. Vonast hann og félagar hans í kórnum til þess að fánanum verði flaggað sem oftast í þágu mannréttinda og margbreytileika. „Það eru atvik sem þessi sem minna okkur á að baráttunni er ekki lokið. Hinsegin fólk verður enn fyrir aðkasti og mismunun í íslensku samfélagi þó að lagaleg staða þess sé afar góð. Það eru svona einstaklingar sem sýna okkur hvers vegna félagsskapur á borð við Hinsegin kórinn er nauðsynlegur. Saman vinnum við að betri heimi og sköpum smám saman samfélagslegt jafnrétti fyrir alla.“Tilkynning frá Hinsegin kórnum.Vortónleikar okkar fóru fram í Seltjarnarneskirkju í gær, laugardaginn 16. maí. Tó...Posted by Hinsegin kórinn - Reykjavík Queer Choir on Sunday, May 17, 2015
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira