Menning

María Ólafs í Þjóðleikhúsið sem Ronja ræningjadóttir

Bjarki Ármannsson skrifar
María í gervi Ronju ræningjadóttur.
María í gervi Ronju ræningjadóttur. Mynd/Þjóðleikhúsið
Það má sannarlega segja að mikið sé um að vera hjá söngstjörnunni Maríu Ólafsdóttur þessa dagana en auk þess sem hún tekur þátt í Eurovision í Vínarborg í vikunni, verður hún í leikhlutverki á Stóra sviði Þjóðleikhússins í næsta mánuði.María leikur Ronju ræningadóttur í samnefndu leikriti í uppsetningu Leikfélags Mosfellssveitar. Sýningin var nýverið valin Athyglisverðasta áhugasýning leikársins á vorþingi Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) og verður af því tilefni sett upp á Stóra sviðinu fyrstu helgina í júní.Að því er fram kemur í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu hefur þegar verið bætt við aukasýningu vegna mikillar aðsóknar og fari hver að verða síðastur að tryggja sér miða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.