Krefjast réttlætis fyrir konuna í Garðabæ: "Búið að taka af henni allt sem hún átti“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. maí 2015 15:45 Fjölskylda 85 ára konu sem nýlega beið lægri hlut í Hæstarétti vegna skemmda sem einbýlishús hennar í Garðabæ varð fyrir segir málinu ekki lokið. Vísir/Valli Fjölskylda 85 ára konu sem nýlega beið lægri hlut í Hæstarétti vegna skemmda sem einbýlishús hennar í Garðabæ varð fyrir segir málinu ekki lokið. Vonast fjölskyldan til aukinnar umræðu um málið sem verði til þess fallin að bærinn komi til móts við konuna á einhvern hátt. Kristjana María Ásbjörnsdóttir, barnabarn konunnar, segir óréttlætið hafa sigrað. Framkoma sveitarfélagsins við ömmu hennar sé með öllu óásættanleg.Ekkert móttilboð „Þó það væri ekki nema að Garðabær myndi kaupa húsið og lóðina af ömmu, þá strax yrði þetta betra. Bærinn hafði samband við okkur eftir Kastljóssviðtalið sem amma fór í eftir að dómurinn féll og bauðst til að gera tilboð í húsið. Þegar við komum með tölu þá neitaði bærinn og kom aldrei með móttilboð,“ segir Kristjana. Hún bætir við að upphæðin hafi verið í samræmi við fasteignaverð hússins.Húsið er óíbúðarhæft og sagt heilsuspillandi, en talið er að kostnaður við endurbyggingu þess nemi um 46 milljónum króna.Vísir/ValliHúsið er staðsett á gatnamótum Goðatúns og Silfurtúns í Garðabæ. Bærinn réðist í endurbætur á síðarnefndri götu árið 2008 en konan taldi framkvæmdirnar hafa valdið sigi á húsinu. Hún fór því í skaðabótamál við bæinn og vann það í Héraðsdómi Reykjaness árið 2013. Bænum var þá gert að greiða henni 35 milljónir króna en áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Þeim dómi var snúið við.Allir sjóðir tómir „Við viljum halda málinu gangandi, því af okkar hálfu er þetta ekkert búið. Okkur langar að gera meira en við erum bara venjuleg fjölskylda. Það er enginn ríkur og við tæmdum alla sjóði í þessi dómsmál sem kostuðu um níu milljónir. Húsið og garðurinn var það eina sem amma átti, hún er öreigi og lifir bara á því sem hún fær í ellilífeyri,“ segir Kristjana og bætir við að amma hennar búi nú í lítilli leiguíbúð í Garðabæ. Húsið er óíbúðarhæft og sagt heilsuspillandi, en talið er að kostnaður við endurbyggingu þess nemi um 46 milljónum króna. „Þrátt fyrir að hún geti ekki búið í húsinu lengur þá fer hún reglulega í garðinn sinn og vinnur í honum. Hún er kona sem hefur unnið alla sína ævi en núna er búið að taka af henni allt sem hún átti. Hún eyðir samt löngum stundum í garðinum, er þar alltaf á hnjánum, og hugsar um blómin sín sem hún elskar svo mikið.“ Fjölskyldan opnaði Facebook-síðu henni til stuðnings fyrir viku síðan. Kristjana skrifaði pistil um ömmu sína á dögunum en hann má lesa hér fyrir neðan.-Barnabarn konunnar skrifar:Ég fór alltaf í þetta sama hús í heimsókn til ömmu og afa, alla mína æsku. Í húsinu var mi...Posted by Réttlæti fyrir gömlu konuna í Garðabæ on 30. apríl 2015 Tengdar fréttir Garðabær sýknaður af 35 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur segir bæinn ekki bera ábyrgð á því að einbýlishús gamallar konu er nú ónýtt. 28. nóvember 2014 10:37 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Fjölskylda 85 ára konu sem nýlega beið lægri hlut í Hæstarétti vegna skemmda sem einbýlishús hennar í Garðabæ varð fyrir segir málinu ekki lokið. Vonast fjölskyldan til aukinnar umræðu um málið sem verði til þess fallin að bærinn komi til móts við konuna á einhvern hátt. Kristjana María Ásbjörnsdóttir, barnabarn konunnar, segir óréttlætið hafa sigrað. Framkoma sveitarfélagsins við ömmu hennar sé með öllu óásættanleg.Ekkert móttilboð „Þó það væri ekki nema að Garðabær myndi kaupa húsið og lóðina af ömmu, þá strax yrði þetta betra. Bærinn hafði samband við okkur eftir Kastljóssviðtalið sem amma fór í eftir að dómurinn féll og bauðst til að gera tilboð í húsið. Þegar við komum með tölu þá neitaði bærinn og kom aldrei með móttilboð,“ segir Kristjana. Hún bætir við að upphæðin hafi verið í samræmi við fasteignaverð hússins.Húsið er óíbúðarhæft og sagt heilsuspillandi, en talið er að kostnaður við endurbyggingu þess nemi um 46 milljónum króna.Vísir/ValliHúsið er staðsett á gatnamótum Goðatúns og Silfurtúns í Garðabæ. Bærinn réðist í endurbætur á síðarnefndri götu árið 2008 en konan taldi framkvæmdirnar hafa valdið sigi á húsinu. Hún fór því í skaðabótamál við bæinn og vann það í Héraðsdómi Reykjaness árið 2013. Bænum var þá gert að greiða henni 35 milljónir króna en áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Þeim dómi var snúið við.Allir sjóðir tómir „Við viljum halda málinu gangandi, því af okkar hálfu er þetta ekkert búið. Okkur langar að gera meira en við erum bara venjuleg fjölskylda. Það er enginn ríkur og við tæmdum alla sjóði í þessi dómsmál sem kostuðu um níu milljónir. Húsið og garðurinn var það eina sem amma átti, hún er öreigi og lifir bara á því sem hún fær í ellilífeyri,“ segir Kristjana og bætir við að amma hennar búi nú í lítilli leiguíbúð í Garðabæ. Húsið er óíbúðarhæft og sagt heilsuspillandi, en talið er að kostnaður við endurbyggingu þess nemi um 46 milljónum króna. „Þrátt fyrir að hún geti ekki búið í húsinu lengur þá fer hún reglulega í garðinn sinn og vinnur í honum. Hún er kona sem hefur unnið alla sína ævi en núna er búið að taka af henni allt sem hún átti. Hún eyðir samt löngum stundum í garðinum, er þar alltaf á hnjánum, og hugsar um blómin sín sem hún elskar svo mikið.“ Fjölskyldan opnaði Facebook-síðu henni til stuðnings fyrir viku síðan. Kristjana skrifaði pistil um ömmu sína á dögunum en hann má lesa hér fyrir neðan.-Barnabarn konunnar skrifar:Ég fór alltaf í þetta sama hús í heimsókn til ömmu og afa, alla mína æsku. Í húsinu var mi...Posted by Réttlæti fyrir gömlu konuna í Garðabæ on 30. apríl 2015
Tengdar fréttir Garðabær sýknaður af 35 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur segir bæinn ekki bera ábyrgð á því að einbýlishús gamallar konu er nú ónýtt. 28. nóvember 2014 10:37 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Garðabær sýknaður af 35 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur segir bæinn ekki bera ábyrgð á því að einbýlishús gamallar konu er nú ónýtt. 28. nóvember 2014 10:37
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?