Góð hlaup fyrir byrjendur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. maí 2015 14:15 Elísabet Margeirsdóttir og litahlaupið í Beirút. vísir/stefán/getty „Hlaupasumarið byrjaði með Víðavangshlaupi ÍR sumardaginn fyrsta og svo fylgdi Vormaraþon Félags maraþonhlaupara strax í kjölfarið en það er alltaf vinsælt hlaup hjá langhlaupurum. Ég finn núna strax fyrir auknum áhuga hjá fólki og margir farnir að plana sumarhlaupin og ég er gríðarlega spennt fyrir hlaupasumrinu. Helst vildi ég taka þátt í sem flestum hlaupum og þá helst náttúruhlaupunum,“ segir Elísabet Margeirsdóttir en um þessar mundir eru landsmenn farnir að dusta rykið af hlaupaskónum og hjólunum fyrir sumarið. Meðal nýjunga í sumar verður einmitt Mt. Esja Maraþonið sem verður hluti af Mt. Esja Ultra hlaupinu sem fer fram í fjórða sinn þann 20. júní og er Elísabet ein skipuleggjenda þess hlaups. „Við erum mjög stolt að kynna fyrsta fjallamaraþon landsins sem verður veisla fyrir alla náttúruunnendur og ævintýrafólk. Keppendur munu hlaupa mjög fjölbreytta 42 km langa leið við rætur fjallsins og í fjallinu sjálfu. Það verður spennandi að fylgjast með hlaupurum og við hvetjum áhugasama um að koma og fylgjast með við Esjurætur,“ segir Elísabet. „Einnig er ég mjög spennt að prófa The Color Run hlaupið og ætli það verði ekki einhvers konar djamm hlauparans sem dregur alla vini og fjölskyldu með til að kynna þessu frábæru hreyfingu og útivist. Það er alla vega góð tilbreyting að fara í stórt hlaup með fullt af fólki þar sem einblínt er á gleði og gaman og á sama tíma tekið smá frí frá klukkunni og hraðamælingum.“ Elísabet segir að The Color Run sé sérstaklega spennandi fyrir þá sem gera ekki mikið af því að hlaupa og því fullkomið hlaup til að prófa. „Ég mun hvetja alla sem ég þekki til að skella sér í þetta hlaup og þá sérstaklega þá sem eru ekki alveg komnir af stað en langar að prófa.“ „Fimm kílómetrar er vegalengt sem getur hentað öllum og fyrir þá sem eru rétt að byrja væri gott að skokka í 1-2 mínútur í einu, ganga á móti í 3-5 mínútur og stoppa svo í stutta stund á öllum litastöðvunum og auðvitað spjalla við þá sem maður hittir. Allir byrjendur ættu að byrja að hlaupa á spjallhraða og litahlaupið er ábyggilega frábært hlaup til að æfa sig að vera á spjallhraðanum,“ segir Elísabet að lokum. Tengdar fréttir Gaf öllum í liðinu sínu sérhönnuð heyrnartól og hátalara Damian Lillard, leikstjórnandi Portland Trail Blazers, kom öllum í liðinu sínu skemmtilega á óvart í morgun. 17. apríl 2015 16:00 Yfir 4.000 miðar seldir í The Color Run Tveir þriðju miðanna sem í boði verða hafa selst nú þegar. 7. apríl 2015 13:30 Fjöldi tók þátt í dansprufum fyrir The Color Run Dansunnendum var boðið upp á að taka þátt í hlaupinu. 28. apríl 2015 16:45 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Fleiri fréttir „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Sjá meira
„Hlaupasumarið byrjaði með Víðavangshlaupi ÍR sumardaginn fyrsta og svo fylgdi Vormaraþon Félags maraþonhlaupara strax í kjölfarið en það er alltaf vinsælt hlaup hjá langhlaupurum. Ég finn núna strax fyrir auknum áhuga hjá fólki og margir farnir að plana sumarhlaupin og ég er gríðarlega spennt fyrir hlaupasumrinu. Helst vildi ég taka þátt í sem flestum hlaupum og þá helst náttúruhlaupunum,“ segir Elísabet Margeirsdóttir en um þessar mundir eru landsmenn farnir að dusta rykið af hlaupaskónum og hjólunum fyrir sumarið. Meðal nýjunga í sumar verður einmitt Mt. Esja Maraþonið sem verður hluti af Mt. Esja Ultra hlaupinu sem fer fram í fjórða sinn þann 20. júní og er Elísabet ein skipuleggjenda þess hlaups. „Við erum mjög stolt að kynna fyrsta fjallamaraþon landsins sem verður veisla fyrir alla náttúruunnendur og ævintýrafólk. Keppendur munu hlaupa mjög fjölbreytta 42 km langa leið við rætur fjallsins og í fjallinu sjálfu. Það verður spennandi að fylgjast með hlaupurum og við hvetjum áhugasama um að koma og fylgjast með við Esjurætur,“ segir Elísabet. „Einnig er ég mjög spennt að prófa The Color Run hlaupið og ætli það verði ekki einhvers konar djamm hlauparans sem dregur alla vini og fjölskyldu með til að kynna þessu frábæru hreyfingu og útivist. Það er alla vega góð tilbreyting að fara í stórt hlaup með fullt af fólki þar sem einblínt er á gleði og gaman og á sama tíma tekið smá frí frá klukkunni og hraðamælingum.“ Elísabet segir að The Color Run sé sérstaklega spennandi fyrir þá sem gera ekki mikið af því að hlaupa og því fullkomið hlaup til að prófa. „Ég mun hvetja alla sem ég þekki til að skella sér í þetta hlaup og þá sérstaklega þá sem eru ekki alveg komnir af stað en langar að prófa.“ „Fimm kílómetrar er vegalengt sem getur hentað öllum og fyrir þá sem eru rétt að byrja væri gott að skokka í 1-2 mínútur í einu, ganga á móti í 3-5 mínútur og stoppa svo í stutta stund á öllum litastöðvunum og auðvitað spjalla við þá sem maður hittir. Allir byrjendur ættu að byrja að hlaupa á spjallhraða og litahlaupið er ábyggilega frábært hlaup til að æfa sig að vera á spjallhraðanum,“ segir Elísabet að lokum.
Tengdar fréttir Gaf öllum í liðinu sínu sérhönnuð heyrnartól og hátalara Damian Lillard, leikstjórnandi Portland Trail Blazers, kom öllum í liðinu sínu skemmtilega á óvart í morgun. 17. apríl 2015 16:00 Yfir 4.000 miðar seldir í The Color Run Tveir þriðju miðanna sem í boði verða hafa selst nú þegar. 7. apríl 2015 13:30 Fjöldi tók þátt í dansprufum fyrir The Color Run Dansunnendum var boðið upp á að taka þátt í hlaupinu. 28. apríl 2015 16:45 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Fleiri fréttir „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Sjá meira
Gaf öllum í liðinu sínu sérhönnuð heyrnartól og hátalara Damian Lillard, leikstjórnandi Portland Trail Blazers, kom öllum í liðinu sínu skemmtilega á óvart í morgun. 17. apríl 2015 16:00
Yfir 4.000 miðar seldir í The Color Run Tveir þriðju miðanna sem í boði verða hafa selst nú þegar. 7. apríl 2015 13:30
Fjöldi tók þátt í dansprufum fyrir The Color Run Dansunnendum var boðið upp á að taka þátt í hlaupinu. 28. apríl 2015 16:45