Góð hlaup fyrir byrjendur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. maí 2015 14:15 Elísabet Margeirsdóttir og litahlaupið í Beirút. vísir/stefán/getty „Hlaupasumarið byrjaði með Víðavangshlaupi ÍR sumardaginn fyrsta og svo fylgdi Vormaraþon Félags maraþonhlaupara strax í kjölfarið en það er alltaf vinsælt hlaup hjá langhlaupurum. Ég finn núna strax fyrir auknum áhuga hjá fólki og margir farnir að plana sumarhlaupin og ég er gríðarlega spennt fyrir hlaupasumrinu. Helst vildi ég taka þátt í sem flestum hlaupum og þá helst náttúruhlaupunum,“ segir Elísabet Margeirsdóttir en um þessar mundir eru landsmenn farnir að dusta rykið af hlaupaskónum og hjólunum fyrir sumarið. Meðal nýjunga í sumar verður einmitt Mt. Esja Maraþonið sem verður hluti af Mt. Esja Ultra hlaupinu sem fer fram í fjórða sinn þann 20. júní og er Elísabet ein skipuleggjenda þess hlaups. „Við erum mjög stolt að kynna fyrsta fjallamaraþon landsins sem verður veisla fyrir alla náttúruunnendur og ævintýrafólk. Keppendur munu hlaupa mjög fjölbreytta 42 km langa leið við rætur fjallsins og í fjallinu sjálfu. Það verður spennandi að fylgjast með hlaupurum og við hvetjum áhugasama um að koma og fylgjast með við Esjurætur,“ segir Elísabet. „Einnig er ég mjög spennt að prófa The Color Run hlaupið og ætli það verði ekki einhvers konar djamm hlauparans sem dregur alla vini og fjölskyldu með til að kynna þessu frábæru hreyfingu og útivist. Það er alla vega góð tilbreyting að fara í stórt hlaup með fullt af fólki þar sem einblínt er á gleði og gaman og á sama tíma tekið smá frí frá klukkunni og hraðamælingum.“ Elísabet segir að The Color Run sé sérstaklega spennandi fyrir þá sem gera ekki mikið af því að hlaupa og því fullkomið hlaup til að prófa. „Ég mun hvetja alla sem ég þekki til að skella sér í þetta hlaup og þá sérstaklega þá sem eru ekki alveg komnir af stað en langar að prófa.“ „Fimm kílómetrar er vegalengt sem getur hentað öllum og fyrir þá sem eru rétt að byrja væri gott að skokka í 1-2 mínútur í einu, ganga á móti í 3-5 mínútur og stoppa svo í stutta stund á öllum litastöðvunum og auðvitað spjalla við þá sem maður hittir. Allir byrjendur ættu að byrja að hlaupa á spjallhraða og litahlaupið er ábyggilega frábært hlaup til að æfa sig að vera á spjallhraðanum,“ segir Elísabet að lokum. Tengdar fréttir Gaf öllum í liðinu sínu sérhönnuð heyrnartól og hátalara Damian Lillard, leikstjórnandi Portland Trail Blazers, kom öllum í liðinu sínu skemmtilega á óvart í morgun. 17. apríl 2015 16:00 Yfir 4.000 miðar seldir í The Color Run Tveir þriðju miðanna sem í boði verða hafa selst nú þegar. 7. apríl 2015 13:30 Fjöldi tók þátt í dansprufum fyrir The Color Run Dansunnendum var boðið upp á að taka þátt í hlaupinu. 28. apríl 2015 16:45 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Sjá meira
„Hlaupasumarið byrjaði með Víðavangshlaupi ÍR sumardaginn fyrsta og svo fylgdi Vormaraþon Félags maraþonhlaupara strax í kjölfarið en það er alltaf vinsælt hlaup hjá langhlaupurum. Ég finn núna strax fyrir auknum áhuga hjá fólki og margir farnir að plana sumarhlaupin og ég er gríðarlega spennt fyrir hlaupasumrinu. Helst vildi ég taka þátt í sem flestum hlaupum og þá helst náttúruhlaupunum,“ segir Elísabet Margeirsdóttir en um þessar mundir eru landsmenn farnir að dusta rykið af hlaupaskónum og hjólunum fyrir sumarið. Meðal nýjunga í sumar verður einmitt Mt. Esja Maraþonið sem verður hluti af Mt. Esja Ultra hlaupinu sem fer fram í fjórða sinn þann 20. júní og er Elísabet ein skipuleggjenda þess hlaups. „Við erum mjög stolt að kynna fyrsta fjallamaraþon landsins sem verður veisla fyrir alla náttúruunnendur og ævintýrafólk. Keppendur munu hlaupa mjög fjölbreytta 42 km langa leið við rætur fjallsins og í fjallinu sjálfu. Það verður spennandi að fylgjast með hlaupurum og við hvetjum áhugasama um að koma og fylgjast með við Esjurætur,“ segir Elísabet. „Einnig er ég mjög spennt að prófa The Color Run hlaupið og ætli það verði ekki einhvers konar djamm hlauparans sem dregur alla vini og fjölskyldu með til að kynna þessu frábæru hreyfingu og útivist. Það er alla vega góð tilbreyting að fara í stórt hlaup með fullt af fólki þar sem einblínt er á gleði og gaman og á sama tíma tekið smá frí frá klukkunni og hraðamælingum.“ Elísabet segir að The Color Run sé sérstaklega spennandi fyrir þá sem gera ekki mikið af því að hlaupa og því fullkomið hlaup til að prófa. „Ég mun hvetja alla sem ég þekki til að skella sér í þetta hlaup og þá sérstaklega þá sem eru ekki alveg komnir af stað en langar að prófa.“ „Fimm kílómetrar er vegalengt sem getur hentað öllum og fyrir þá sem eru rétt að byrja væri gott að skokka í 1-2 mínútur í einu, ganga á móti í 3-5 mínútur og stoppa svo í stutta stund á öllum litastöðvunum og auðvitað spjalla við þá sem maður hittir. Allir byrjendur ættu að byrja að hlaupa á spjallhraða og litahlaupið er ábyggilega frábært hlaup til að æfa sig að vera á spjallhraðanum,“ segir Elísabet að lokum.
Tengdar fréttir Gaf öllum í liðinu sínu sérhönnuð heyrnartól og hátalara Damian Lillard, leikstjórnandi Portland Trail Blazers, kom öllum í liðinu sínu skemmtilega á óvart í morgun. 17. apríl 2015 16:00 Yfir 4.000 miðar seldir í The Color Run Tveir þriðju miðanna sem í boði verða hafa selst nú þegar. 7. apríl 2015 13:30 Fjöldi tók þátt í dansprufum fyrir The Color Run Dansunnendum var boðið upp á að taka þátt í hlaupinu. 28. apríl 2015 16:45 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Sjá meira
Gaf öllum í liðinu sínu sérhönnuð heyrnartól og hátalara Damian Lillard, leikstjórnandi Portland Trail Blazers, kom öllum í liðinu sínu skemmtilega á óvart í morgun. 17. apríl 2015 16:00
Yfir 4.000 miðar seldir í The Color Run Tveir þriðju miðanna sem í boði verða hafa selst nú þegar. 7. apríl 2015 13:30
Fjöldi tók þátt í dansprufum fyrir The Color Run Dansunnendum var boðið upp á að taka þátt í hlaupinu. 28. apríl 2015 16:45