Enski boltinn

Brendan segir Brands ljúga: Liverpool reyndi ekki að kaupa Memphis

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brendan Rodgers hefur ekkert að gera með Memphis.
Brendan Rodgers hefur ekkert að gera með Memphis. vísir/getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það ekki rétt að félagið hafi reynt að kaupa hollenska kantmanninn Memphis Depay af Hollansdmeisturum PSV Eindhoven.

Marcel Brands, yfirmaður knattspyrnumála hjá PSV, sagði í viðtali við Sky Sports í gær að Liverpool hafði samband við hollenska félagið vegna Memphis en hann kaus að fara til Manchester United.

„Við höfðum engan áhuga á honum. Við erum nú þegar með fjóra vængmenn og því eru aðrir hlutir í forgangi hjá okkur,“ sagði Rodgers á blaðamannafundi í dag.

„Hann er augljóslega mjög hæfileikaríkur, ungur leikmaður en við erum með Raheem Sterling, Jordan Ibe, Adam Lallana og Lazar Markovic í þessa stöðu. Við erum vel mannaðir, sérstaklega vinstra megin,“ sagði Brendan Rodgers.

Marcel Brands sagði við Sky Sports að Liverpool væri eitt af þeim félögum auk United sem reyndi við Memphis, en hann valdi að fara á Old Trafford vegna Louis van Gaal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×