Lífið

Kjóllinn frumsýndur: María sló í gegn í Kringlunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mætingin var góð í Kringlunni í dag.
Mætingin var góð í Kringlunni í dag. Vísir/aðalsteinn kjartansson
María Ólafsdóttir, Eurovision-fari okkar Íslendinga, hélt tónleika í Kringlunni í dag. Þar frumflutti hún tvö ný lög og tók síðan að sjálfsögðu Unbroken, framlag Íslands í keppninni.

Kjóllinn sem María mun klæðast í Eurovision-keppninni var einnig frumsýndur. Einnig þeir skartgripir sem hún verður með á sviðinu í Vín en þeir fara í sölu og eru hluti af sérstöku skartgripasetti Maríu.

Fjölmargir gestir voru mættir í Kringluna og gaf stjarnan sér tíma eftir tónleikana til að gefa aðdáendum eiginhandaáritanir.

Fyrra undanúrslitakvöld keppninnar fer fram 19. maí næstkomandi en úrslitakvöldið sjálft er 23. maí. María Ólafs stígur á svið seinna undanúrslitakvöldið, þann 21. maí þar sem hún flytur framlag Íslands í keppninni, lagið Unbroken.



Hér að neðan má sjá myndband frá tónleikunum í dag. 

vísir/aðalsteinn kjartansson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×