Bergsveinn: Ég er Fjölnismaður með Fjölnishjarta Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. apríl 2015 09:30 Fréttablaðið og Vísir spáir Fjölni níunda sætinu í Pepsi-deild karla í ár eins og kom fram í morgun. Síðast þegar liðið var í efstu deild féll það á öðru ári, en Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði liðsins, telur Grafarvogsliðið í betri stöðu en á sama tíma þá. „Það sem gerðist 2008 var að lykilmenn fóru og ég tel muninn á því og nú að við höfum bætt við okkur. Við höfum ekki misst mikið en styrkt okkur meira. Við erum með betri hóp en í fyrra þannig við eigum að stefna eitthvað hærra en í fyrra,“ segir Bergsveinn.Betri á pappírnum Fjölnir hefur fengið góða og reynda leikmenn á borð við Ólaf Pál Snorrason, Emil Pálsson og Arnór Eyvar Ólafsson. „Þetta eru allt strákar sem styrkja klárlega hópinn. Óli Palli er flottur og kemur með sínar áherslur í þetta. Liðið á pappírnum er töluvert betra en í fyrra,“ segir Bergsveinn en hvað er þá markmið sumarsins? „Í fyrra var markmiðið að halda sér uppi en núna er markmiðið að bæta árangur Fjölnis í efstu deild. Ég tel okkur alveg eiga möguleika á að ná þeim markmiðum. Spá er bara spá. Við sokkuðum alla í fyrra og það er nóg af sokkapörum til. Við ætlum klárlega að bæta besta árangur Fjölnis í efstu deild,“ segir Bergsveinn en það er sjötta sæti.Þriðji maí eina sem skiptir máli Liðinu gekk bölvanlega á skora á undirbúningstímabilinu en það er eitthvað sem fyrirliðinn hefur engar áhyggjur af. „Við höfum heldur ekkert mikið að vera að halda hreinu en samt ekki tapa stórt. Það eina sem skiptir máli er hvað þú gerir þriðja maí og þá verðum við klárir,“ segir Bergsveinn, en hvað lærði Fjölnir af síðustu leiktíð? „Að gefast ekki upp. Það koma tímabil yfir sumarið eins og í fyrra þar sem við unnum ekki í mörgum leikjum í röð. Við vorum að spila vel en úrslitin duttu ekki með okkur og við vorum að fá á okkur mörk á 90. mínútu. Við verðum að halda áfram, það er allt hægt,“ segir hann.Skylda að sitja í stúkunni Leikmenn Fjölnis kvörtuðu aðeins yfir stemningsleysi á heimavelli sínum í fyrra og farið var yfir það í Pepsi-mörkunum. Bergsveinn vill sjá meiri stemningu í kringum heimaleikina. „Þeir sem mæta styðja okkur en ég væri til í að sjá fleiri koma á völlin og mynda meiri stemningu í Dalhúsum. Það væri gaman að fá fólk til að labba á völlinn og hittast á pöbbnum fyrir leik og svona,“ segir Bergsveinn sem er allavega með einhverja lausn á málinu. „Ég vil að það sé skylda að sitja í stúkunni sama hvernig veðrið er. Þá ætti að geta myndast einhver stemning.“ Bergsveinn spilaði mjög vel fyrir Fjölni í fyrra og var orðaður við stærri lið í vetur. Það kom samt aldrei til greina að fara. „Það var eitthvað talað um það, en eitthvað sem ég ákvað að skoða ekki. Ég er Fjölnismaður með Fjölnisharta og á heima þar. Ég vil sanna mig betur þar. Það kom aldrei til greina að skipta um lið,“ segir Bergsveinn Ólafsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Leik lokið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira
Fréttablaðið og Vísir spáir Fjölni níunda sætinu í Pepsi-deild karla í ár eins og kom fram í morgun. Síðast þegar liðið var í efstu deild féll það á öðru ári, en Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði liðsins, telur Grafarvogsliðið í betri stöðu en á sama tíma þá. „Það sem gerðist 2008 var að lykilmenn fóru og ég tel muninn á því og nú að við höfum bætt við okkur. Við höfum ekki misst mikið en styrkt okkur meira. Við erum með betri hóp en í fyrra þannig við eigum að stefna eitthvað hærra en í fyrra,“ segir Bergsveinn.Betri á pappírnum Fjölnir hefur fengið góða og reynda leikmenn á borð við Ólaf Pál Snorrason, Emil Pálsson og Arnór Eyvar Ólafsson. „Þetta eru allt strákar sem styrkja klárlega hópinn. Óli Palli er flottur og kemur með sínar áherslur í þetta. Liðið á pappírnum er töluvert betra en í fyrra,“ segir Bergsveinn en hvað er þá markmið sumarsins? „Í fyrra var markmiðið að halda sér uppi en núna er markmiðið að bæta árangur Fjölnis í efstu deild. Ég tel okkur alveg eiga möguleika á að ná þeim markmiðum. Spá er bara spá. Við sokkuðum alla í fyrra og það er nóg af sokkapörum til. Við ætlum klárlega að bæta besta árangur Fjölnis í efstu deild,“ segir Bergsveinn en það er sjötta sæti.Þriðji maí eina sem skiptir máli Liðinu gekk bölvanlega á skora á undirbúningstímabilinu en það er eitthvað sem fyrirliðinn hefur engar áhyggjur af. „Við höfum heldur ekkert mikið að vera að halda hreinu en samt ekki tapa stórt. Það eina sem skiptir máli er hvað þú gerir þriðja maí og þá verðum við klárir,“ segir Bergsveinn, en hvað lærði Fjölnir af síðustu leiktíð? „Að gefast ekki upp. Það koma tímabil yfir sumarið eins og í fyrra þar sem við unnum ekki í mörgum leikjum í röð. Við vorum að spila vel en úrslitin duttu ekki með okkur og við vorum að fá á okkur mörk á 90. mínútu. Við verðum að halda áfram, það er allt hægt,“ segir hann.Skylda að sitja í stúkunni Leikmenn Fjölnis kvörtuðu aðeins yfir stemningsleysi á heimavelli sínum í fyrra og farið var yfir það í Pepsi-mörkunum. Bergsveinn vill sjá meiri stemningu í kringum heimaleikina. „Þeir sem mæta styðja okkur en ég væri til í að sjá fleiri koma á völlin og mynda meiri stemningu í Dalhúsum. Það væri gaman að fá fólk til að labba á völlinn og hittast á pöbbnum fyrir leik og svona,“ segir Bergsveinn sem er allavega með einhverja lausn á málinu. „Ég vil að það sé skylda að sitja í stúkunni sama hvernig veðrið er. Þá ætti að geta myndast einhver stemning.“ Bergsveinn spilaði mjög vel fyrir Fjölni í fyrra og var orðaður við stærri lið í vetur. Það kom samt aldrei til greina að fara. „Það var eitthvað talað um það, en eitthvað sem ég ákvað að skoða ekki. Ég er Fjölnismaður með Fjölnisharta og á heima þar. Ég vil sanna mig betur þar. Það kom aldrei til greina að skipta um lið,“ segir Bergsveinn Ólafsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Leik lokið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00