Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. apríl 2015 18:48 Fátt virðist geta komið í veg fyrir að tíu þúsund félagsmenn Starfsgreinasambandsins leggi niður störf í næstu viku. Þetta segir formaður sambandsins en lítið þokaðist á samningafundi í dag og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Samninganefndir Starfsgreinasambands Íslands og ríkisins hittust á fundi hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu í morgun. Í fyrsta sinn frá því að sambandið samþykkti að boða til verkfalls. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir fátt nýtt hafa komið fram á fundinum í dag og stöðuna vera óbreytta. „Þannig að það var ekkert sem gerðist,“ segir Björn. Hann segir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar en að ákveðið hafi verið að ríkissáttasemjari komi á fót tveimur starfshópum til að vinna að lausn deilunnar. Björn segist svartsýnn eftir fundinn í dag um að deilan leysist áður en tíu þúsund félagsmenn sambandsins leggja niður störf. „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda,“ segir Björn. Verkfallið kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á ferðaþjónustu og fiskvinnslu á landsbyggðinni. Atvinnurekendur hafa margir hverjir áhyggjur af stöðunni. Þannig hafa tólf þeirra sem eru á Húsavík og svæðinu þar í kring sett sig beint í samband við formann stéttarfélagsins Framsýnar, eins af aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins, til að þrýsta á að hefja beinar viðræður við félagið um gerð nýs kjarasamnings. Stefnt er að því að hefja þær viðræður á laugardaginn. Björn segir mikinn hug í sínu fólki en 95% samþykktu að fara í verkfallsaðgerðir. „Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var mjög mikil og afgerandi þannig að fólk er tilbúið og þannig að við erum bara í góðum gír,“ segir Björn. Eins og staðan er í dag telur hann allar líkur á verkfalli. Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að tíu þúsund félagsmenn Starfsgreinasambandsins leggi niður störf í næstu viku. Þetta segir formaður sambandsins en lítið þokaðist á samningafundi í dag og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Samninganefndir Starfsgreinasambands Íslands og ríkisins hittust á fundi hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu í morgun. Í fyrsta sinn frá því að sambandið samþykkti að boða til verkfalls. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir fátt nýtt hafa komið fram á fundinum í dag og stöðuna vera óbreytta. „Þannig að það var ekkert sem gerðist,“ segir Björn. Hann segir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar en að ákveðið hafi verið að ríkissáttasemjari komi á fót tveimur starfshópum til að vinna að lausn deilunnar. Björn segist svartsýnn eftir fundinn í dag um að deilan leysist áður en tíu þúsund félagsmenn sambandsins leggja niður störf. „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda,“ segir Björn. Verkfallið kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á ferðaþjónustu og fiskvinnslu á landsbyggðinni. Atvinnurekendur hafa margir hverjir áhyggjur af stöðunni. Þannig hafa tólf þeirra sem eru á Húsavík og svæðinu þar í kring sett sig beint í samband við formann stéttarfélagsins Framsýnar, eins af aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins, til að þrýsta á að hefja beinar viðræður við félagið um gerð nýs kjarasamnings. Stefnt er að því að hefja þær viðræður á laugardaginn. Björn segir mikinn hug í sínu fólki en 95% samþykktu að fara í verkfallsaðgerðir. „Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var mjög mikil og afgerandi þannig að fólk er tilbúið og þannig að við erum bara í góðum gír,“ segir Björn. Eins og staðan er í dag telur hann allar líkur á verkfalli.
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira