Albert Brynjar: Lærum af klúðrinu í lokaumferðinni í fyrra Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. apríl 2015 09:30 Albert Brynjar Ingason. mynd/skjáskot „Við erum klárir í slaginn og mjög spenntir fyrir því að hefja leik eftir langt undirbúningstímabil,“ segir Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis, við Vísi. Fylki er spáð fimmta sæti af Fréttablaðinu og Vísi, en Albert er spenntur fyrir sumrinu og liðinu sem Fylki er með. „Mér finnst við vera með góðan hóp. Við erum búnir að missa góða menn; Stjáni þurfti að hætta og Agnar Bragi líka sökum meiðsla. Að sama skapi fáum við Kristján Hauksson aftur inn og svo erum við að klára Tonci,“ segir Albert Brynjar. „Einnig erum við búnir að fá Andra Jónsson sem kemur í hægri bakvörðinn. Við erum búnir að fara yfir vörnina, en svo vita allir af Ingimundi, Ásgeiri Berki og Jóa Kalla.“Ótrúlegt að kasta frá sér Evrópusæti Fylkisliðið hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu. Það komst auðveldlega í átta liða úrslit Lengjubikarsins þar sem það fékk svo skell gegn 1. deildar liði KA. „Við höfum verið að vinna í ákveðnum hlutum í vetur sem okkur fannst trufla okkur síðasta sumar. Það var aðallega að við fengum alltof mörg mörk á okkur. Sérstaklega úr föstum leikatriðum,“ segir Albert Brynjar. „Fyrir utan leikinn á móti KA um daginn sem var algjör sprengja fengum við á okkur fá mörk. Við höfum verið þéttari.“ Stefnan hjá Fylki er að ná Evrópusæti enda tilgangslaust fyrir lið sem hefur verið í deildinni í fimmtán ár að stefna á eitthvað minna. „Auðvitað viljum við vera eins ofarlega og við getum. Það fer ekkert lið sem er búið að festa sig í sessi í þessari deild inn í þetta mót með það í huga að vera í sjötta eða sjöunda sæti. Við ætlum okkur í Evrópusæti. Það verðum við að gera ef félagið á að stækka,“ segir Albert Brynjar, en Fylkismenn voru klaufar í lokaleiknum í fyrra að landa ekki sæti í Evrópudeildinni. „Það er alveg ótrúlegt að við köstuðum frá okkur Evrópusæti. Það leit ekki þannig út í síðasta leik. Sá leikur, á móti Fram, er sá leikur sem við fórum með okkur inn í undirbúningstímabilið.“Agaðari í sumar Fylkir var 3-2 yfir gegn Fram í lokaumferðinni og manni fleiri, en fékk á sig tvö mörk gegn föllnu liði Fram og missti af sæti í Evrópukeppni. „Við vorum þar yfir en köstum þessu frá okkur. Það eru ákveðnir þættir í þeim leik sem við horfum til; einbeiting og svona. Við þurftum meiri aga og einbeitingu. Við verðum agaðri í sumar heldur en í fyrra. Þetta er leikur sem við lærum af,“ segir Albert Brynjar. Síðast komst Fylkir í Evrópukeppni 2009 þegar liðið náði í 43 stig og hafnaði í þriðja sæti. „Við erum með góðan kjarna og þarna árið 2009 var líka Kjartan Ágúst að spila. Við horfum alltaf á þetta tímabil og reynum að hugsa til þess hvað við gerðum til að standa okkur svona vel,“ segir Albert Brynjar, en hvert var leyndarmálið fyrir sex árum? „Lykillinn þarna var hrikalega góður mórall í liðinu. Það var svo mikil trú á því sem við vorum að gera. Mér finnst eins og það sé að koma aftur núna. Menn vilja endurtaka þetta tímabil, þetta var rosalega gaman. Stemningin og trúin fleytti okkur í þetta þriðja sæti árið 2009,“ segir Albert Brynjar Ingason.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
„Við erum klárir í slaginn og mjög spenntir fyrir því að hefja leik eftir langt undirbúningstímabil,“ segir Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis, við Vísi. Fylki er spáð fimmta sæti af Fréttablaðinu og Vísi, en Albert er spenntur fyrir sumrinu og liðinu sem Fylki er með. „Mér finnst við vera með góðan hóp. Við erum búnir að missa góða menn; Stjáni þurfti að hætta og Agnar Bragi líka sökum meiðsla. Að sama skapi fáum við Kristján Hauksson aftur inn og svo erum við að klára Tonci,“ segir Albert Brynjar. „Einnig erum við búnir að fá Andra Jónsson sem kemur í hægri bakvörðinn. Við erum búnir að fara yfir vörnina, en svo vita allir af Ingimundi, Ásgeiri Berki og Jóa Kalla.“Ótrúlegt að kasta frá sér Evrópusæti Fylkisliðið hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu. Það komst auðveldlega í átta liða úrslit Lengjubikarsins þar sem það fékk svo skell gegn 1. deildar liði KA. „Við höfum verið að vinna í ákveðnum hlutum í vetur sem okkur fannst trufla okkur síðasta sumar. Það var aðallega að við fengum alltof mörg mörk á okkur. Sérstaklega úr föstum leikatriðum,“ segir Albert Brynjar. „Fyrir utan leikinn á móti KA um daginn sem var algjör sprengja fengum við á okkur fá mörk. Við höfum verið þéttari.“ Stefnan hjá Fylki er að ná Evrópusæti enda tilgangslaust fyrir lið sem hefur verið í deildinni í fimmtán ár að stefna á eitthvað minna. „Auðvitað viljum við vera eins ofarlega og við getum. Það fer ekkert lið sem er búið að festa sig í sessi í þessari deild inn í þetta mót með það í huga að vera í sjötta eða sjöunda sæti. Við ætlum okkur í Evrópusæti. Það verðum við að gera ef félagið á að stækka,“ segir Albert Brynjar, en Fylkismenn voru klaufar í lokaleiknum í fyrra að landa ekki sæti í Evrópudeildinni. „Það er alveg ótrúlegt að við köstuðum frá okkur Evrópusæti. Það leit ekki þannig út í síðasta leik. Sá leikur, á móti Fram, er sá leikur sem við fórum með okkur inn í undirbúningstímabilið.“Agaðari í sumar Fylkir var 3-2 yfir gegn Fram í lokaumferðinni og manni fleiri, en fékk á sig tvö mörk gegn föllnu liði Fram og missti af sæti í Evrópukeppni. „Við vorum þar yfir en köstum þessu frá okkur. Það eru ákveðnir þættir í þeim leik sem við horfum til; einbeiting og svona. Við þurftum meiri aga og einbeitingu. Við verðum agaðri í sumar heldur en í fyrra. Þetta er leikur sem við lærum af,“ segir Albert Brynjar. Síðast komst Fylkir í Evrópukeppni 2009 þegar liðið náði í 43 stig og hafnaði í þriðja sæti. „Við erum með góðan kjarna og þarna árið 2009 var líka Kjartan Ágúst að spila. Við horfum alltaf á þetta tímabil og reynum að hugsa til þess hvað við gerðum til að standa okkur svona vel,“ segir Albert Brynjar, en hvert var leyndarmálið fyrir sex árum? „Lykillinn þarna var hrikalega góður mórall í liðinu. Það var svo mikil trú á því sem við vorum að gera. Mér finnst eins og það sé að koma aftur núna. Menn vilja endurtaka þetta tímabil, þetta var rosalega gaman. Stemningin og trúin fleytti okkur í þetta þriðja sæti árið 2009,“ segir Albert Brynjar Ingason.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00