Albert Brynjar: Lærum af klúðrinu í lokaumferðinni í fyrra Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. apríl 2015 09:30 Albert Brynjar Ingason. mynd/skjáskot „Við erum klárir í slaginn og mjög spenntir fyrir því að hefja leik eftir langt undirbúningstímabil,“ segir Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis, við Vísi. Fylki er spáð fimmta sæti af Fréttablaðinu og Vísi, en Albert er spenntur fyrir sumrinu og liðinu sem Fylki er með. „Mér finnst við vera með góðan hóp. Við erum búnir að missa góða menn; Stjáni þurfti að hætta og Agnar Bragi líka sökum meiðsla. Að sama skapi fáum við Kristján Hauksson aftur inn og svo erum við að klára Tonci,“ segir Albert Brynjar. „Einnig erum við búnir að fá Andra Jónsson sem kemur í hægri bakvörðinn. Við erum búnir að fara yfir vörnina, en svo vita allir af Ingimundi, Ásgeiri Berki og Jóa Kalla.“Ótrúlegt að kasta frá sér Evrópusæti Fylkisliðið hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu. Það komst auðveldlega í átta liða úrslit Lengjubikarsins þar sem það fékk svo skell gegn 1. deildar liði KA. „Við höfum verið að vinna í ákveðnum hlutum í vetur sem okkur fannst trufla okkur síðasta sumar. Það var aðallega að við fengum alltof mörg mörk á okkur. Sérstaklega úr föstum leikatriðum,“ segir Albert Brynjar. „Fyrir utan leikinn á móti KA um daginn sem var algjör sprengja fengum við á okkur fá mörk. Við höfum verið þéttari.“ Stefnan hjá Fylki er að ná Evrópusæti enda tilgangslaust fyrir lið sem hefur verið í deildinni í fimmtán ár að stefna á eitthvað minna. „Auðvitað viljum við vera eins ofarlega og við getum. Það fer ekkert lið sem er búið að festa sig í sessi í þessari deild inn í þetta mót með það í huga að vera í sjötta eða sjöunda sæti. Við ætlum okkur í Evrópusæti. Það verðum við að gera ef félagið á að stækka,“ segir Albert Brynjar, en Fylkismenn voru klaufar í lokaleiknum í fyrra að landa ekki sæti í Evrópudeildinni. „Það er alveg ótrúlegt að við köstuðum frá okkur Evrópusæti. Það leit ekki þannig út í síðasta leik. Sá leikur, á móti Fram, er sá leikur sem við fórum með okkur inn í undirbúningstímabilið.“Agaðari í sumar Fylkir var 3-2 yfir gegn Fram í lokaumferðinni og manni fleiri, en fékk á sig tvö mörk gegn föllnu liði Fram og missti af sæti í Evrópukeppni. „Við vorum þar yfir en köstum þessu frá okkur. Það eru ákveðnir þættir í þeim leik sem við horfum til; einbeiting og svona. Við þurftum meiri aga og einbeitingu. Við verðum agaðri í sumar heldur en í fyrra. Þetta er leikur sem við lærum af,“ segir Albert Brynjar. Síðast komst Fylkir í Evrópukeppni 2009 þegar liðið náði í 43 stig og hafnaði í þriðja sæti. „Við erum með góðan kjarna og þarna árið 2009 var líka Kjartan Ágúst að spila. Við horfum alltaf á þetta tímabil og reynum að hugsa til þess hvað við gerðum til að standa okkur svona vel,“ segir Albert Brynjar, en hvert var leyndarmálið fyrir sex árum? „Lykillinn þarna var hrikalega góður mórall í liðinu. Það var svo mikil trú á því sem við vorum að gera. Mér finnst eins og það sé að koma aftur núna. Menn vilja endurtaka þetta tímabil, þetta var rosalega gaman. Stemningin og trúin fleytti okkur í þetta þriðja sæti árið 2009,“ segir Albert Brynjar Ingason.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
„Við erum klárir í slaginn og mjög spenntir fyrir því að hefja leik eftir langt undirbúningstímabil,“ segir Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis, við Vísi. Fylki er spáð fimmta sæti af Fréttablaðinu og Vísi, en Albert er spenntur fyrir sumrinu og liðinu sem Fylki er með. „Mér finnst við vera með góðan hóp. Við erum búnir að missa góða menn; Stjáni þurfti að hætta og Agnar Bragi líka sökum meiðsla. Að sama skapi fáum við Kristján Hauksson aftur inn og svo erum við að klára Tonci,“ segir Albert Brynjar. „Einnig erum við búnir að fá Andra Jónsson sem kemur í hægri bakvörðinn. Við erum búnir að fara yfir vörnina, en svo vita allir af Ingimundi, Ásgeiri Berki og Jóa Kalla.“Ótrúlegt að kasta frá sér Evrópusæti Fylkisliðið hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu. Það komst auðveldlega í átta liða úrslit Lengjubikarsins þar sem það fékk svo skell gegn 1. deildar liði KA. „Við höfum verið að vinna í ákveðnum hlutum í vetur sem okkur fannst trufla okkur síðasta sumar. Það var aðallega að við fengum alltof mörg mörk á okkur. Sérstaklega úr föstum leikatriðum,“ segir Albert Brynjar. „Fyrir utan leikinn á móti KA um daginn sem var algjör sprengja fengum við á okkur fá mörk. Við höfum verið þéttari.“ Stefnan hjá Fylki er að ná Evrópusæti enda tilgangslaust fyrir lið sem hefur verið í deildinni í fimmtán ár að stefna á eitthvað minna. „Auðvitað viljum við vera eins ofarlega og við getum. Það fer ekkert lið sem er búið að festa sig í sessi í þessari deild inn í þetta mót með það í huga að vera í sjötta eða sjöunda sæti. Við ætlum okkur í Evrópusæti. Það verðum við að gera ef félagið á að stækka,“ segir Albert Brynjar, en Fylkismenn voru klaufar í lokaleiknum í fyrra að landa ekki sæti í Evrópudeildinni. „Það er alveg ótrúlegt að við köstuðum frá okkur Evrópusæti. Það leit ekki þannig út í síðasta leik. Sá leikur, á móti Fram, er sá leikur sem við fórum með okkur inn í undirbúningstímabilið.“Agaðari í sumar Fylkir var 3-2 yfir gegn Fram í lokaumferðinni og manni fleiri, en fékk á sig tvö mörk gegn föllnu liði Fram og missti af sæti í Evrópukeppni. „Við vorum þar yfir en köstum þessu frá okkur. Það eru ákveðnir þættir í þeim leik sem við horfum til; einbeiting og svona. Við þurftum meiri aga og einbeitingu. Við verðum agaðri í sumar heldur en í fyrra. Þetta er leikur sem við lærum af,“ segir Albert Brynjar. Síðast komst Fylkir í Evrópukeppni 2009 þegar liðið náði í 43 stig og hafnaði í þriðja sæti. „Við erum með góðan kjarna og þarna árið 2009 var líka Kjartan Ágúst að spila. Við horfum alltaf á þetta tímabil og reynum að hugsa til þess hvað við gerðum til að standa okkur svona vel,“ segir Albert Brynjar, en hvert var leyndarmálið fyrir sex árum? „Lykillinn þarna var hrikalega góður mórall í liðinu. Það var svo mikil trú á því sem við vorum að gera. Mér finnst eins og það sé að koma aftur núna. Menn vilja endurtaka þetta tímabil, þetta var rosalega gaman. Stemningin og trúin fleytti okkur í þetta þriðja sæti árið 2009,“ segir Albert Brynjar Ingason.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00