„Tími yfirlýsinga er liðinn, nú þarf ríkið að grípa til aðgerða“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. apríl 2015 07:48 Frá fundum BHM og ríkisins hjá ríkissáttasemjara í Höfðaborg í Reykjavík síðastliðinn föstudag. vísir/Valli Stjórn BHM lýsir yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna bandalagsins við ríkið en þetta kemur fram í ályktun frá BHM. Þar segir að verkföll félagsmanna hafa nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur án þess að nokkur tillaga hafi komið frá ríkinu sem gæti skapað umræðugrundvöll um kjarasamninga sem sýna að menntun sé metin til launa. „Síendurtekin tregða samninganefndar ríkisins til fundahalda hefur einnig orðið til þess að tefja framgang viðræðna að óþörfu.“ Krafa BHM í yfirstandandi kjaraviðræðum sé fyrst og fremst að menntun verði metin til launa. „Síendurteknar fullyrðingar um að sameiginlegar kröfur BHM félaganna snúist um 50-100% launahækkanir eiga sér engan stað í raunveruleikanum og verða ekki túlkaðir öðruvísi en sem tilraun til að afvegaleiða opinbera umræðu. Ekki verður þó horft fram hjá því fordæmi sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett með kjarasamningum við lækna og framhaldsskólakennara sem m.a tryggðu þeim 25-30% launahækkunum á þeim grundvelli að eðlilegt sé að menntun þeirra sé metin til launa.“ Í ályktuninni segir að mikið sé undir í yfirstandandi kjaraviðræðum. Fram hafi komið í skýrslum Ríkisendurskoðunar um mannauðsmál ríkisins að ríkið muni eiga í vandræðum með að laða til sín hæft fólk til að sinna mikilvægri þjónustu ríkisins bjóði það ekki viðunandi starfskjör. „Fjármála- og efnahagsráðherra hefur í opinberri umræðu sýnt að hann skilur um hvað málið snýst og hversu alvarleg staða það er fyrir ríkið og samfélagið allt ef fólk sér ekki fjárhagslegan hvata til þess að mennta sig.“ Stjórn BHM skorar á fjármála- og efnahagsráðherra og samninganefnd hans að beina nú öllum sínum kröftum að gerð kjarasamninga við BHM svo verkföllum megi ljúka sem allra fyrst. „Samninganefnd BHM bíður við samningaborðið eftir tillögum sem sýna skilning ráðamanna á nauðsyn þess að meta menntun til launa. Tími yfirlýsinga er liðinn, nú þarf ríkið að grípa til aðgerða sem duga til að þessi deila leysist.“ Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Stjórn BHM lýsir yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna bandalagsins við ríkið en þetta kemur fram í ályktun frá BHM. Þar segir að verkföll félagsmanna hafa nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur án þess að nokkur tillaga hafi komið frá ríkinu sem gæti skapað umræðugrundvöll um kjarasamninga sem sýna að menntun sé metin til launa. „Síendurtekin tregða samninganefndar ríkisins til fundahalda hefur einnig orðið til þess að tefja framgang viðræðna að óþörfu.“ Krafa BHM í yfirstandandi kjaraviðræðum sé fyrst og fremst að menntun verði metin til launa. „Síendurteknar fullyrðingar um að sameiginlegar kröfur BHM félaganna snúist um 50-100% launahækkanir eiga sér engan stað í raunveruleikanum og verða ekki túlkaðir öðruvísi en sem tilraun til að afvegaleiða opinbera umræðu. Ekki verður þó horft fram hjá því fordæmi sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett með kjarasamningum við lækna og framhaldsskólakennara sem m.a tryggðu þeim 25-30% launahækkunum á þeim grundvelli að eðlilegt sé að menntun þeirra sé metin til launa.“ Í ályktuninni segir að mikið sé undir í yfirstandandi kjaraviðræðum. Fram hafi komið í skýrslum Ríkisendurskoðunar um mannauðsmál ríkisins að ríkið muni eiga í vandræðum með að laða til sín hæft fólk til að sinna mikilvægri þjónustu ríkisins bjóði það ekki viðunandi starfskjör. „Fjármála- og efnahagsráðherra hefur í opinberri umræðu sýnt að hann skilur um hvað málið snýst og hversu alvarleg staða það er fyrir ríkið og samfélagið allt ef fólk sér ekki fjárhagslegan hvata til þess að mennta sig.“ Stjórn BHM skorar á fjármála- og efnahagsráðherra og samninganefnd hans að beina nú öllum sínum kröftum að gerð kjarasamninga við BHM svo verkföllum megi ljúka sem allra fyrst. „Samninganefnd BHM bíður við samningaborðið eftir tillögum sem sýna skilning ráðamanna á nauðsyn þess að meta menntun til launa. Tími yfirlýsinga er liðinn, nú þarf ríkið að grípa til aðgerða sem duga til að þessi deila leysist.“
Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira