„Tími yfirlýsinga er liðinn, nú þarf ríkið að grípa til aðgerða“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. apríl 2015 07:48 Frá fundum BHM og ríkisins hjá ríkissáttasemjara í Höfðaborg í Reykjavík síðastliðinn föstudag. vísir/Valli Stjórn BHM lýsir yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna bandalagsins við ríkið en þetta kemur fram í ályktun frá BHM. Þar segir að verkföll félagsmanna hafa nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur án þess að nokkur tillaga hafi komið frá ríkinu sem gæti skapað umræðugrundvöll um kjarasamninga sem sýna að menntun sé metin til launa. „Síendurtekin tregða samninganefndar ríkisins til fundahalda hefur einnig orðið til þess að tefja framgang viðræðna að óþörfu.“ Krafa BHM í yfirstandandi kjaraviðræðum sé fyrst og fremst að menntun verði metin til launa. „Síendurteknar fullyrðingar um að sameiginlegar kröfur BHM félaganna snúist um 50-100% launahækkanir eiga sér engan stað í raunveruleikanum og verða ekki túlkaðir öðruvísi en sem tilraun til að afvegaleiða opinbera umræðu. Ekki verður þó horft fram hjá því fordæmi sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett með kjarasamningum við lækna og framhaldsskólakennara sem m.a tryggðu þeim 25-30% launahækkunum á þeim grundvelli að eðlilegt sé að menntun þeirra sé metin til launa.“ Í ályktuninni segir að mikið sé undir í yfirstandandi kjaraviðræðum. Fram hafi komið í skýrslum Ríkisendurskoðunar um mannauðsmál ríkisins að ríkið muni eiga í vandræðum með að laða til sín hæft fólk til að sinna mikilvægri þjónustu ríkisins bjóði það ekki viðunandi starfskjör. „Fjármála- og efnahagsráðherra hefur í opinberri umræðu sýnt að hann skilur um hvað málið snýst og hversu alvarleg staða það er fyrir ríkið og samfélagið allt ef fólk sér ekki fjárhagslegan hvata til þess að mennta sig.“ Stjórn BHM skorar á fjármála- og efnahagsráðherra og samninganefnd hans að beina nú öllum sínum kröftum að gerð kjarasamninga við BHM svo verkföllum megi ljúka sem allra fyrst. „Samninganefnd BHM bíður við samningaborðið eftir tillögum sem sýna skilning ráðamanna á nauðsyn þess að meta menntun til launa. Tími yfirlýsinga er liðinn, nú þarf ríkið að grípa til aðgerða sem duga til að þessi deila leysist.“ Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ef hún verður kosin mun ég að sjálfsögðu styðja hana“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Sjá meira
Stjórn BHM lýsir yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna bandalagsins við ríkið en þetta kemur fram í ályktun frá BHM. Þar segir að verkföll félagsmanna hafa nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur án þess að nokkur tillaga hafi komið frá ríkinu sem gæti skapað umræðugrundvöll um kjarasamninga sem sýna að menntun sé metin til launa. „Síendurtekin tregða samninganefndar ríkisins til fundahalda hefur einnig orðið til þess að tefja framgang viðræðna að óþörfu.“ Krafa BHM í yfirstandandi kjaraviðræðum sé fyrst og fremst að menntun verði metin til launa. „Síendurteknar fullyrðingar um að sameiginlegar kröfur BHM félaganna snúist um 50-100% launahækkanir eiga sér engan stað í raunveruleikanum og verða ekki túlkaðir öðruvísi en sem tilraun til að afvegaleiða opinbera umræðu. Ekki verður þó horft fram hjá því fordæmi sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett með kjarasamningum við lækna og framhaldsskólakennara sem m.a tryggðu þeim 25-30% launahækkunum á þeim grundvelli að eðlilegt sé að menntun þeirra sé metin til launa.“ Í ályktuninni segir að mikið sé undir í yfirstandandi kjaraviðræðum. Fram hafi komið í skýrslum Ríkisendurskoðunar um mannauðsmál ríkisins að ríkið muni eiga í vandræðum með að laða til sín hæft fólk til að sinna mikilvægri þjónustu ríkisins bjóði það ekki viðunandi starfskjör. „Fjármála- og efnahagsráðherra hefur í opinberri umræðu sýnt að hann skilur um hvað málið snýst og hversu alvarleg staða það er fyrir ríkið og samfélagið allt ef fólk sér ekki fjárhagslegan hvata til þess að mennta sig.“ Stjórn BHM skorar á fjármála- og efnahagsráðherra og samninganefnd hans að beina nú öllum sínum kröftum að gerð kjarasamninga við BHM svo verkföllum megi ljúka sem allra fyrst. „Samninganefnd BHM bíður við samningaborðið eftir tillögum sem sýna skilning ráðamanna á nauðsyn þess að meta menntun til launa. Tími yfirlýsinga er liðinn, nú þarf ríkið að grípa til aðgerða sem duga til að þessi deila leysist.“
Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ef hún verður kosin mun ég að sjálfsögðu styðja hana“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Sjá meira