Innlent

Stjórnarmaður í KS verður formaður stjórnar Byggðastofnunar

Sveinn Arnarsson skrifar
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði Herdísi Sæmundardóttur sem nýjan stjórnarformann Byggðastofnunar.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði Herdísi Sæmundardóttur sem nýjan stjórnarformann Byggðastofnunar.
Herdís Sæmundardóttir hefur verið skipuð sem formaður stjórnar Byggðastofnunar. Þetta var kynnt á ársfundi stofnunarinnar sem fram fór í Vestmannaeyjum í dag.

Þetta er í annað sinn sem hún er skipuð sem stjórnarformaður stofnunarinnar.

Þetta er ekki einu stjórnarstörfin sem Herdís sinnir en hún er stjórnarmaður í Kaupfélagi Skagfirðinga en hún hefur einnig verið í framboði fyrir Framsóknarflokkinn.

Herdís er með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu og vinnur sem sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Hún er útskrifuð úr Lyfjatækniskóla Íslands auk þess að vera með BA-próf í norsku og dönsku og uppeldis- og menntunarfræði.

Herdís er skipuð af Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og þingmanni Framsóknarflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×