Lífið

MR vann söngkeppni framhaldsskólanna

Bjarki Ármannsson skrifar
Karó og félagar ásamt kynnum kvöldsins.
Karó og félagar ásamt kynnum kvöldsins. Mynd/Söngkeppni framhaldsskólanna
Menntaskólinn í Reykjavík fór með sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem sýnd var á RÚV í kvöld. Það var hún Karólína Jóhannsdóttir sem keppti fyrir hönd MR-inga en hún flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM.

Í öðru sæti lenti Aron Hannes Emilsson í Borgarholtsskóla en Saga Matthildur Árnadóttur úr Fjölbrautaskóli Garðabæjar í því þriðja. Saga Matthildur og FG hrepptu einnig áhorfandaverðlaunin eftir að hafa sigrað í símakosningunni.

Söngkeppni framhaldsskólanna er 25 ára í ár en hún hefur verið haldin árlega allt frá því árið 1990. Dómnefnd skipuðu að þessu sinni þau Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Sigríður Thorlacius og Krummi Björgvinsson. Kynnar voru Steiney Skúladóttir og Vilhelm Anton Jónsson.

Að neðan má sjá flutning Karólínu frá því hún sigraði í söngkeppni MR.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.