Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. apríl 2015 14:51 Frá vettvangi þar sem rannsóknarteymi lögreglunnar er að störfum. vísir/ernir Sjúkraflutningamenn voru kallaðir í Hafnarfjörð í dag vegna tilkynningar um tvö börn sem talið var að hefðu drukknað við Lækjarkinn. Slökkvilið og sjúkraflutningamenn voru kallaðir út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyssins. Tveir drengir hafa verið fluttir á slysadeild Erfiðar aðstæður voru á slysstað og áttu lögreglumenn erfitt með að athafna sig Annar drengjanna komst til meðvitundar á vettvangi eftir endurlífgunartilraunir; hinn var fluttur án meðvitundar á slysadeild Atvikið átti sér stað í Hafnarfirði rétt við Lækjarskóla Slysið átti sér stað við Reykdalsstíflu sem er við Lækjarkinn í Hafnarfirði.Mynd/Já Annar drengjanna sem fluttir voru á slysadeild komst til meðvitundar á vettvangi eftir endurlífgunartilraunir. Hinn drengurinn var fluttur án meðvitundar á slysadeild. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hans, að svo stöddu. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar festust drengirnir í fossi sem kemur af stíflunni. Á vettvangi var karl á þrítugsaldri sem reyndi að koma drengjunum tveimur til aðstoðar.Erfiðar aðstæður á slysstað „Aðstæður á slysstað voru mjög erfiðar og áttu lögreglumenn erfitt með að athafna sig. Björgunaraðgerðir gengu því erfiðlega, en lífgunartilraunir með annan drenginn báru fljótt árangur en verr gekk með hinn og ekki er hægt að fullyrða frekar um afdrif hans,“ segir lögreglan. Vettvangsvinna lögreglunnar stendur enn yfir en starfsmenn frá Hafnarfjarðarbæ komu einnig á vettvang og vinna að því ásamt lögreglu að yfirfæra aðstæður á og við slysstaðinn til að tryggja að slys sem þetta geti ekki endurtekið sig.Þriðja barnið kom til hjálparUm er að ræða tvo drengi á grunnskólaaldri en Lækjarskóli er í grennd við þar sem slysið átti sér stað. Þriðja barnið var á staðnum þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn. Því barni var kalt en barnið hafði reynt að koma hinum tveimur til aðstoðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ástand drengjanna tveggja alvarlegt. Hafa þeir verið fluttir á slysadeild Landspítalans. Litlar upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu. Fréttin verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16.58 með upplýsingum úr tilkynningu lögreglunnar. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Sjúkraflutningamenn voru kallaðir í Hafnarfjörð í dag vegna tilkynningar um tvö börn sem talið var að hefðu drukknað við Lækjarkinn. Slökkvilið og sjúkraflutningamenn voru kallaðir út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyssins. Tveir drengir hafa verið fluttir á slysadeild Erfiðar aðstæður voru á slysstað og áttu lögreglumenn erfitt með að athafna sig Annar drengjanna komst til meðvitundar á vettvangi eftir endurlífgunartilraunir; hinn var fluttur án meðvitundar á slysadeild Atvikið átti sér stað í Hafnarfirði rétt við Lækjarskóla Slysið átti sér stað við Reykdalsstíflu sem er við Lækjarkinn í Hafnarfirði.Mynd/Já Annar drengjanna sem fluttir voru á slysadeild komst til meðvitundar á vettvangi eftir endurlífgunartilraunir. Hinn drengurinn var fluttur án meðvitundar á slysadeild. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hans, að svo stöddu. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar festust drengirnir í fossi sem kemur af stíflunni. Á vettvangi var karl á þrítugsaldri sem reyndi að koma drengjunum tveimur til aðstoðar.Erfiðar aðstæður á slysstað „Aðstæður á slysstað voru mjög erfiðar og áttu lögreglumenn erfitt með að athafna sig. Björgunaraðgerðir gengu því erfiðlega, en lífgunartilraunir með annan drenginn báru fljótt árangur en verr gekk með hinn og ekki er hægt að fullyrða frekar um afdrif hans,“ segir lögreglan. Vettvangsvinna lögreglunnar stendur enn yfir en starfsmenn frá Hafnarfjarðarbæ komu einnig á vettvang og vinna að því ásamt lögreglu að yfirfæra aðstæður á og við slysstaðinn til að tryggja að slys sem þetta geti ekki endurtekið sig.Þriðja barnið kom til hjálparUm er að ræða tvo drengi á grunnskólaaldri en Lækjarskóli er í grennd við þar sem slysið átti sér stað. Þriðja barnið var á staðnum þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn. Því barni var kalt en barnið hafði reynt að koma hinum tveimur til aðstoðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ástand drengjanna tveggja alvarlegt. Hafa þeir verið fluttir á slysadeild Landspítalans. Litlar upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu. Fréttin verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16.58 með upplýsingum úr tilkynningu lögreglunnar.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira