„Þetta er hvorki sanngjarnt gagnvart mér né börnunum mínum“ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 16. apríl 2015 18:30 Fiskverkakona hjá HB Granda spyr hvernig stjórnarformaður fyrirtækisins sofi á nóttunni. Það má segja að hann hafi fengið það óþvegið í kaffitíma fyrirtækisins, fyrir að hækka laun stjórnarmanna um þriðjung en bjóða verkafólkinu þrjú prósent. Aðalfundur fyrirtækisins samþykkti hækkunina einróma. Fiskverkafólkið greiðir atkvæði um verkfallsaðgerðir þessa dagana en þær hefjast daginn fyrir fyrsta maí ef verkfallið verður samþykkt. Sesselja Andrésdóttir fiskverkakona var ekki í neinum vafa um að fólk kysi með verkfalli eftir þetta útspil stjórnarinnar. Kristján Loftsson telur ekki koma til greina að draga til baka ákvörðun um tæplega þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna.Verið að senda okkur fingurinn Sesselja sagðist vilja spyrja stjórnina hvernig í andskotanum hún gæti sofið á nóttunni, eftir að hafa boðið starfsfólkinu þrjú prósent, en tekið 33 prósent sjálf. „Þetta er ekki sanngjarnt gagnvart mér og ekki sangjarnt gagnvart börnunum mínum, sagði hún. Hjördís Ágústsdóttir fiskverkakona segir að í raun og veru sé verið að senda starfsfólkinu fingurinn. „Scrooge Loftsson, til hamingju með hækkunina og 33 prósentin,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir söngkona og fiskverkakona: „ Þú átt þau svo sannarlega skilið. Við eigum líka skilið að þau hækki niður stigann í þetta sinn en ekki bara upp eins og venjulega.“ Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness segir að HB Grandi hafi skilað 5,7 milljörðum í hagnað í fyrra. Ef fyrirtækið gengi að ítrustu kröfum verkalýðsfélagsins, myndi það kosta fyrirtækið um 4 til 500 milljónir. Hagnaður fyrirtækisins yrði þá á bilinu 5,2 til 53 milljarðar. „Þannig að það yrði nægt svigrúm eftir handa þeim,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Fiskverkakona hjá HB Granda spyr hvernig stjórnarformaður fyrirtækisins sofi á nóttunni. Það má segja að hann hafi fengið það óþvegið í kaffitíma fyrirtækisins, fyrir að hækka laun stjórnarmanna um þriðjung en bjóða verkafólkinu þrjú prósent. Aðalfundur fyrirtækisins samþykkti hækkunina einróma. Fiskverkafólkið greiðir atkvæði um verkfallsaðgerðir þessa dagana en þær hefjast daginn fyrir fyrsta maí ef verkfallið verður samþykkt. Sesselja Andrésdóttir fiskverkakona var ekki í neinum vafa um að fólk kysi með verkfalli eftir þetta útspil stjórnarinnar. Kristján Loftsson telur ekki koma til greina að draga til baka ákvörðun um tæplega þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna.Verið að senda okkur fingurinn Sesselja sagðist vilja spyrja stjórnina hvernig í andskotanum hún gæti sofið á nóttunni, eftir að hafa boðið starfsfólkinu þrjú prósent, en tekið 33 prósent sjálf. „Þetta er ekki sanngjarnt gagnvart mér og ekki sangjarnt gagnvart börnunum mínum, sagði hún. Hjördís Ágústsdóttir fiskverkakona segir að í raun og veru sé verið að senda starfsfólkinu fingurinn. „Scrooge Loftsson, til hamingju með hækkunina og 33 prósentin,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir söngkona og fiskverkakona: „ Þú átt þau svo sannarlega skilið. Við eigum líka skilið að þau hækki niður stigann í þetta sinn en ekki bara upp eins og venjulega.“ Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness segir að HB Grandi hafi skilað 5,7 milljörðum í hagnað í fyrra. Ef fyrirtækið gengi að ítrustu kröfum verkalýðsfélagsins, myndi það kosta fyrirtækið um 4 til 500 milljónir. Hagnaður fyrirtækisins yrði þá á bilinu 5,2 til 53 milljarðar. „Þannig að það yrði nægt svigrúm eftir handa þeim,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira