„Þetta er hvorki sanngjarnt gagnvart mér né börnunum mínum“ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 16. apríl 2015 18:30 Fiskverkakona hjá HB Granda spyr hvernig stjórnarformaður fyrirtækisins sofi á nóttunni. Það má segja að hann hafi fengið það óþvegið í kaffitíma fyrirtækisins, fyrir að hækka laun stjórnarmanna um þriðjung en bjóða verkafólkinu þrjú prósent. Aðalfundur fyrirtækisins samþykkti hækkunina einróma. Fiskverkafólkið greiðir atkvæði um verkfallsaðgerðir þessa dagana en þær hefjast daginn fyrir fyrsta maí ef verkfallið verður samþykkt. Sesselja Andrésdóttir fiskverkakona var ekki í neinum vafa um að fólk kysi með verkfalli eftir þetta útspil stjórnarinnar. Kristján Loftsson telur ekki koma til greina að draga til baka ákvörðun um tæplega þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna.Verið að senda okkur fingurinn Sesselja sagðist vilja spyrja stjórnina hvernig í andskotanum hún gæti sofið á nóttunni, eftir að hafa boðið starfsfólkinu þrjú prósent, en tekið 33 prósent sjálf. „Þetta er ekki sanngjarnt gagnvart mér og ekki sangjarnt gagnvart börnunum mínum, sagði hún. Hjördís Ágústsdóttir fiskverkakona segir að í raun og veru sé verið að senda starfsfólkinu fingurinn. „Scrooge Loftsson, til hamingju með hækkunina og 33 prósentin,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir söngkona og fiskverkakona: „ Þú átt þau svo sannarlega skilið. Við eigum líka skilið að þau hækki niður stigann í þetta sinn en ekki bara upp eins og venjulega.“ Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness segir að HB Grandi hafi skilað 5,7 milljörðum í hagnað í fyrra. Ef fyrirtækið gengi að ítrustu kröfum verkalýðsfélagsins, myndi það kosta fyrirtækið um 4 til 500 milljónir. Hagnaður fyrirtækisins yrði þá á bilinu 5,2 til 53 milljarðar. „Þannig að það yrði nægt svigrúm eftir handa þeim,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Fiskverkakona hjá HB Granda spyr hvernig stjórnarformaður fyrirtækisins sofi á nóttunni. Það má segja að hann hafi fengið það óþvegið í kaffitíma fyrirtækisins, fyrir að hækka laun stjórnarmanna um þriðjung en bjóða verkafólkinu þrjú prósent. Aðalfundur fyrirtækisins samþykkti hækkunina einróma. Fiskverkafólkið greiðir atkvæði um verkfallsaðgerðir þessa dagana en þær hefjast daginn fyrir fyrsta maí ef verkfallið verður samþykkt. Sesselja Andrésdóttir fiskverkakona var ekki í neinum vafa um að fólk kysi með verkfalli eftir þetta útspil stjórnarinnar. Kristján Loftsson telur ekki koma til greina að draga til baka ákvörðun um tæplega þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna.Verið að senda okkur fingurinn Sesselja sagðist vilja spyrja stjórnina hvernig í andskotanum hún gæti sofið á nóttunni, eftir að hafa boðið starfsfólkinu þrjú prósent, en tekið 33 prósent sjálf. „Þetta er ekki sanngjarnt gagnvart mér og ekki sangjarnt gagnvart börnunum mínum, sagði hún. Hjördís Ágústsdóttir fiskverkakona segir að í raun og veru sé verið að senda starfsfólkinu fingurinn. „Scrooge Loftsson, til hamingju með hækkunina og 33 prósentin,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir söngkona og fiskverkakona: „ Þú átt þau svo sannarlega skilið. Við eigum líka skilið að þau hækki niður stigann í þetta sinn en ekki bara upp eins og venjulega.“ Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness segir að HB Grandi hafi skilað 5,7 milljörðum í hagnað í fyrra. Ef fyrirtækið gengi að ítrustu kröfum verkalýðsfélagsins, myndi það kosta fyrirtækið um 4 til 500 milljónir. Hagnaður fyrirtækisins yrði þá á bilinu 5,2 til 53 milljarðar. „Þannig að það yrði nægt svigrúm eftir handa þeim,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira