Kælimeðferð hefur aukið lífslíkur um ríflega helming Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. apríl 2015 18:30 Níu ára drengur, sem fluttur var þungt haldinn á Landspítalann eftir að hann festist í affalli við stífluna í Læknum í Hafnarfirði, var útskrifaður af gjörgæsludeild í dag. Hann liggur nú á Barnaspítala Hringsins og eru batahorfur hans mjög góðar. Drengurinn var að leik við stífluna ásamt systkinum sínum þegar slysið átti sér stað. Eldri bróðir hans festist einnig í affallinu. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í vikunni. Yngri bróðirinn var hins vegar fluttur þungt haldinn á spítalann. Þar sem drengurinn var í hjartastoppi var notuð sérstök kælimeðferð til að reyna að koma í veg fyrir að hann hlyti heilaskaða. Kælimeðferðir hafa verið gerðar á Landspítalanum síðan árið 2002 og hafa þær gefið góða raun. Kælimeðferðir virka þannig að blóð líkamans er kælt niður í í 32 til 34 gráður. „Þannig virðist maður ná því að vernda heilann,“ segir Felix Valsson sérfræðingur í svæfingu og gjörgæslulækningum. Meðferðin hefur verið notuð á um fjögur hundruð sjúklinga hér á landi sem hafa verið í hjartastoppi og hafa lífslíkur sjúklinga aukist um ríflega helming með notkun þessarar aðferðar. „Sjúklingar sem, annað hvort lifa þeir og virðsta vera mjög góðir, sem sagt með mjög lítinn skaða eða þeir deyja,“ segir Felix. Felix segir meðferðina áður hafa bjargað börnum. „Það sem gerist náttúrulega hjá börnum er að þau kólna mjög hratt. Það er þeirra líkamsbygging gerir það að kælingin virkar mjög hratt á þau og síðan eru þau náttúrulega örugglega betur í stakk búin til þess að endurhæfa sig sjálf þegar að við erum búin að fleyta þeim yfir það versta,“ segir Felix. Þar sem sjúklingunum er haldið sofandi í einn til þrjá sólahringa eftir að slysin reynir meðferðin oft á aðstandendur. Sjúklingarnir eru oftast steinsofandi og ískaldir þegar aðstandendur sjá þá í fyrsta sinn á spítalanum. „Það eru náttúrulega gríðarlega gleðistundir fyrir aðstandendurnar þegar sjúklingurinn síðan vaknar eftir þessa meðferð,“ segir Felix. Þá segir hann sjúklingana oft geta tjáð um leið og þeir vakna. „Þeir eru oft ótrúlega fljótir að vakna upp og geta gefið til kynna að það sé allt í lagi. Þannig að það er yndislegt að sjá þegar að það gerist,“ segir Felix. Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Níu ára drengur, sem fluttur var þungt haldinn á Landspítalann eftir að hann festist í affalli við stífluna í Læknum í Hafnarfirði, var útskrifaður af gjörgæsludeild í dag. Hann liggur nú á Barnaspítala Hringsins og eru batahorfur hans mjög góðar. Drengurinn var að leik við stífluna ásamt systkinum sínum þegar slysið átti sér stað. Eldri bróðir hans festist einnig í affallinu. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í vikunni. Yngri bróðirinn var hins vegar fluttur þungt haldinn á spítalann. Þar sem drengurinn var í hjartastoppi var notuð sérstök kælimeðferð til að reyna að koma í veg fyrir að hann hlyti heilaskaða. Kælimeðferðir hafa verið gerðar á Landspítalanum síðan árið 2002 og hafa þær gefið góða raun. Kælimeðferðir virka þannig að blóð líkamans er kælt niður í í 32 til 34 gráður. „Þannig virðist maður ná því að vernda heilann,“ segir Felix Valsson sérfræðingur í svæfingu og gjörgæslulækningum. Meðferðin hefur verið notuð á um fjögur hundruð sjúklinga hér á landi sem hafa verið í hjartastoppi og hafa lífslíkur sjúklinga aukist um ríflega helming með notkun þessarar aðferðar. „Sjúklingar sem, annað hvort lifa þeir og virðsta vera mjög góðir, sem sagt með mjög lítinn skaða eða þeir deyja,“ segir Felix. Felix segir meðferðina áður hafa bjargað börnum. „Það sem gerist náttúrulega hjá börnum er að þau kólna mjög hratt. Það er þeirra líkamsbygging gerir það að kælingin virkar mjög hratt á þau og síðan eru þau náttúrulega örugglega betur í stakk búin til þess að endurhæfa sig sjálf þegar að við erum búin að fleyta þeim yfir það versta,“ segir Felix. Þar sem sjúklingunum er haldið sofandi í einn til þrjá sólahringa eftir að slysin reynir meðferðin oft á aðstandendur. Sjúklingarnir eru oftast steinsofandi og ískaldir þegar aðstandendur sjá þá í fyrsta sinn á spítalanum. „Það eru náttúrulega gríðarlega gleðistundir fyrir aðstandendurnar þegar sjúklingurinn síðan vaknar eftir þessa meðferð,“ segir Felix. Þá segir hann sjúklingana oft geta tjáð um leið og þeir vakna. „Þeir eru oft ótrúlega fljótir að vakna upp og geta gefið til kynna að það sé allt í lagi. Þannig að það er yndislegt að sjá þegar að það gerist,“ segir Felix.
Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira